Uppfærð merkingahandbók og handbók um náttúrustíga

Uppfærð merkingahandbók og handbók um náttúrustíga
Hér má sjá dæmi um merkingar samkæmt uppfærðri handbók.

Fyrir skömmu var opnuð vefsíðan godar­leidir.is en hún er hugsuð sem upphafs­staður fyrir alla þá sem með einum eða öðrum hætti vinna að innviða­hönnun ferða­mannastaða eða huga að fram­kvæmdum á þeim.

Meðal þess sem þar er að finna er uppfærð handbók merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum og handbók með leiðbeiningum um gerð nátt­úru­stíga.

Forsaga málsins

Sem hluta af fram­kvæmd Landsáætl­unar um uppbygg­ingu innviða til verndar náttúru og menn­ing­ar­sögu­legum minjum, sem Alþingi samþykkti árið 2018, skipaði umhverfis- og auðlinda­ráð­herra samstarfshóp um eflingu fagþekk­ingar, hönn­unar og samræm­ingar við uppbygg­ingu innviða til verndar náttúru- og menn­ing­ar­sögu­legum minjum á ferða­manna­stöðum. Í hópnum eru full­trúar frá Umhverfis- og auðlinda­ráðu­neyti, Umhverf­is­stofnun, Ferða­mála­stofu, Þjóð­garð­inum á Þing­völlum, Vatna­jök­uls­þjóð­garði, Land­græðsl­unni, Minja­stofnun, Þjóð­minja­safni Íslands, Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Skóg­rækt­inni og Miðstöð hönn­unar og arki­tektúrs.

Handbækur og leiðbeiningar

Miðstöð hönn­unar og arki­tektúrs fékk það hlut­verk innan samstarfs­hópsins að leiða vinnu við að uppfæra merk­inga­handbók frá árinu 2011 og vera ráðgjafi fyrir önnur verk­efni hópsins. Vinna samstarfs­hópsins leiddi af sér fjöl­breytt og ólík verk­efni en helst ber að nefna þrjár hand­bækur sem verða aðgengi­legar á vefnum godar­leidir.is. Þetta eru:

  • Vegrún, merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum
  • Leiðbeiningar um gerð nátt­úru­stíga
  • Skipu­lags­leið­bein­ingar fyrir ferða­mannastaði (aðgengileg í júní).

Auk hand­bóka leiddi vinna samstarfshóp af sér námskeið sem tengjast skipu­lagi, hand­verki og uppbygg­ingu innviða á ferða­manna­stöðum í samstarfi við Landbún­að­ar­há­skóla Íslands og fleiri aðila.

Sjá nánar á godarleidir.is


Athugasemdir