Fara í efni

Iceland Travel Tech – Nordic Edition

Þann 3.júní standa Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn í þriðja sinn fyrir Iceland Travel Tech ráðstefnuninni. Í ár verður undirheiti ráðstefnunnar "Nordic Edition".

Viðburðurinn fer fram bæði í raunheimum og rafheimum en ráðstefnan verður haldin í Grósku-Nýsköpunarhúsi, og streymt samtímis.

Fjöldi íslenskra og erlendra sérfræðinga munu kynna það helsta sem er að gerast í tæknimálum ferðaþjónustunnar en einnig munu nýsköpunarfyrirtæki kynna vörur sínar og verkefni. M.a. mun Anthony Day frá IBM fjalla um bálkakeðjur (blockchain) og hvernig má nýta þær til auka sjálfbærni í ferðaþjónustu og traust ferðamanna til áfangastaða.

Aðgangur verður ókeypis en skráning nauðsynleg. Nánari dagskrá má nálgast hér á næstu dögum en við minnum alla á að taka daginn frá.