Ferðaþjónustan þarf að sjálfvirknivæðast

Mikilvægi sjálfvirknivæðingar í ferðaþjónustu er viðfangsefni næsta þáttar af Ferðalausnir – stafræn tækifæri. Við fengum til liðs við okkur Soffíu Kristínu Þórðardóttur hjá Origo, sem hefur mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Hér skoðar hún hver staðan er í dag og hvaða verkefni innan ferðaþjónustunnar henta vel til sjálfvirknivæðingar.

Finna leiðir til að auka tekjur og draga úr kostnaði 

Soffía bendir á í byrjun að ferðaþjónustan stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum í dag. „Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu hefur farið versnandi, eins og könnun Ferðamálastofu og KPMG sýndi þegar í október 2018, og fall WOW Air og væntanlegur samdráttur í fjölda ferðamanna á þessu ári mun þyngja róðurinn enn frekar. Það er því nauðsynlegt að leita allra leiða til að snúa þessari þróun við og finna leiðir til að auka tekjur og draga úr kostnaði,“ segir Soffía meðal annars.

Víða sóknarfæri

Hún segir ferðaþjónustuna, líkt og aðrar atvinnugreinar, verða að horfast í augu við að með fjórðu iðnbyltingunni eigi störf eftir að breytast gríðarlega og sú þróun sé nú þegar hafin. Sjálfvirknivæðing hafi nú þegar skilað góðum árangri í ákveðnum greinum ferðaþjónustunnar. Víða séu hins vegar sóknarfæri og yfir þau fer Soffía í þættinum. Bendir m.a.a á tæknilausnir sem geta aukið framleiðni hjá bæði gististöðum og bílaleigum.

Bæta upplifum gesta 

Við þurfum að láta tæknina vinna með okkur, segir Soffía. Losna t.d. við störf sem fyrst og fremst ganga út á að afrita upplýsingar á milli kerfa eða standa og afhenda lykla. Þess í stað geti fólk einbeitt sér að því að bæta upplifum gesta, eiga við þá innihaldsrík samtöl sem auka ánægju, bæta umsagnir um þjónustuna og auka líkur á endurkomu.

Horfa má á myndbandið hér að neðan:


Athugasemdir