Fara í efni

Stafrænt aðgengi fyrir blinda og sjónskerta gagnast öllum

Stafrænt aðgengi fyrir blinda og sjónskerta gagnast öllum

Þegar rafræn þjónusta er annars vegar er mikilvægt að hugsa frá upphafi fyrir því að hún þarf að nýtast fólki með mismunandi þarfir. Í þessum nýjasta þætti af Ferðalausnir stafræn tækifæri fjallar Rósa María Hjörvar, aðgengisfulltrúi Bindarafélagsins, um stafrænt aðgengi fyrir blinda og sjónskerta og hvaða körfur eru gerðar í dag fyrir þjónustu hvað varðar stafrænt aðgengi fyrir þennan hóp.

Þótt að stafrænt aðgengi fyrir blinda og sjónskerta snúist að talsverðu leyti um ýmis tæknileg atriði er fyrirlesturinn þó ekki fyrst og fremst ætlaður tæknifólki. Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir þá sem í dag eru að veita einhvers konar rafræna þjónustu, eru t.d. með vefsíðu, og vilja vita meira um þær kröfur sem gerðar eru til aðgengis fyrr blinda og sjónskerta. Einnig er hér kjörið tækifæri fyrir þá sem eru að fara af stað og vilja tryggja að þeir séu með nýjustu upplýsingar hvað þetta varðar.

Þá bendir Rósa María á jákvæð áhrif þess að huga að rafrænu aðgengi, staðla og annað sem verið er að nota.

Horfa má á myndbandið hér að neðan: