Fara í efni

Nordic overseas workshop (NOW) á Íslandi 2003

MennvidFludir
MennvidFludir

Nú stendur yfir í Osló Nordic Overseas Workshop ( NOW) þar sem söluaðilar í ferðaþjónustu frá Norðurlöndunum fimm kynna vöru sína og þjónustu fyrir söluaðilum í löndum utan Evrópu. Fjölmargir söluaðilar eru frá N.- Ameríku og Asíu en færri frá S.- Ameríku og Ástralíu. Þessi ferðamarkaður færist á milli landanna fimm sem eru aðilar að Ferðamálaráði Norðurlanda en það eru Danmörk, Finnland, Ísland Noregur og Svíþjóð.

Á Íslandi að ári liðnu
Næst verður NOW á Íslandi 12-13 maí 2003. Gera má ráð fyrir að um 60 söluaðilar frá Norðurlöndum komi hér og kynni sig fyrir um 100 kaupendum frá löndum utan Evrópu. Þá munu þessir kaupendur einnig fara í ferðir um Ísland á undan og á eftir ferðakaupstefnunni. Því er ljóst að NOW getur haft mikla þýðingu fyrir ferðaþjónustuaðila hérlendis.