Fara í efni

Kynningarfundur um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - Skráning

Kynningarfundur vegna umsókna um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2019  verður haldinn á Veitingahúsinu Greifanum á Akureyri (efri hæð) miðvikudaginn 10. október næstkomandi kl. 13:00. Fundurinn verður einnig í beinni útsendingu á netinu.

Á fundinum mun starfsfólk Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fara yfir umsóknarferlið og svara spurningum en eins og fram hefur komið mun Nýsköpunarmiðstöð Íslands veita umsækjendum leiðbeiningar við undirbúning og gerð umsókna.

Á fundinum verður m.a. farið yfir:

  • Breytta reglugerð um sjóðinn
  • Umsóknarferlið og umsóknareyðublað
  • Hverskonar verkefni eru styrkhæf og hver ekki
  • Hvernig sótt er um styrki úr sjóðnum

Fyrir hverja?

Einkaaðilar, starfsmenn sveitarfélaga og sveitarstjórnarfólk er sérstaklega hvatt til þess að mæta á fundinn. Samkvæmt reglum sjóðsins styrkir verkefni á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga jafnt sem einkaaðila.

Streymt beint á netinu

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu Ferðamálastofu og verður upptaka af honum einnig aðgengileg að fundi loknum.

Vakin er athygli á að ekki verður um fleiri kynningarfundi að ræða.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og yfirstandandi umsóknarferli má nálgast á upplýsingasíðu um umsóknir á slóðinni www.ferdamalastofa.is/umsoknir