Upplýsingasíða um umsóknir

Umsóknir um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Umsóknarfrestur var til miðnættis 25. október 2016

Framkvæmdasjóðurinn styrkir verkefni sem uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum:

 1. Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
 2. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
 3. Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.

Hvað er ekki styrkhæft?

Framkvæmdasjóðnum er ekki heimilt að:

 • Bera rekstrarkostnað mannvirkja, náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða í opinberri eigu.
 • Styrkja opinbera aðila, einstaklinga, félagasamtök eða eignarhaldsfélög sem hafa með höndum rekstur ferðamannastaða eða náttúruverndarsvæða umfram 200.000 evrur á hverju 36 mánaða tímabili.
 • Styrkja einkaaðila til verkefna sem hvorki hafa með náttúruvernd eða öryggismál ferðmanna að gera.
 • Veita fjármagni til verkefna sem þegar eru fullunnin.

Áherslur og ábendingar til umsækjenda

 1. Mótframlag styrkhafa miðast að jafnaði við 20% af kostnaði þegar styrkhafi er sveitarfélag eða einkaaðili. Styrkir til svæða í eigu eða umsjón ríkisins eru veittir án kröfu um mótframlag.
 2. Áherslur í mati á gæðum verkefna og mikilvægi fyrir markmið sjóðsins kemur fram á matsblaði undir liðnum „Gæðamat“, sjá: Matsblað fyrir styrkumsóknir.
 3. Áherslur Framkvæmdasjóðsins er varða skipulag og hönnun, útlit og gæði mannvirkja og merkinga koma m.a. fram í:
 4. Lögð er sérstök áhersla á verkefni þar sem horft er til heildarmyndar ferðamannastaða og ferðamannaleiða og tengsl þeirra við skipulagsáætlanir.
 5. Styrkur greiðist út í samræmi við starfsreglur sjóðsins og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér reglurnar.

Þegar sótt er um skal í umsóknargátt gera grein fyrir:

 • Hver sækir um og fyrri reynslu af verkefnum tengdum markmiðum sjóðsins
 • Hvert verkefnið er með hnitmiðari lýsingu
 • Kostnaði við verkefnið, hvernig hann skiptist á aðila ásamt (verk)tímaáætlun
 • Tengslum verkefnisins við náttúruvernd, öryggismál ferðamanna, sjálfbærni og betri innviði eins og fram kemur í gæðamati á matsblaði .

Fylgiskjöl

 • Ef sótt er um styrk fyrir byggingu mannvirkja eða til annarra leyfisskyldra framkvæmda þá verður samþykkt deiliskipulag, fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi að liggja fyrir.
 • Ef sótt er um styrk til skipulags- og hönnunarvinnu eða undirbúningsrannsókna þá verður að fylgja skriflegt samþykki sveitarstjórnar og/eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.
 • Skriflegt samþykki allra landeigenda og/eða umsjónaraðila staða og svæða.

Hverjir geta sótt um?

Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.

Hvar ber að sækja um

Sótt er um á rafrænni þjónustugátt Ferðamálastofu. Byrja þarf á að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í farsíma. Þegar innskráningu er lokið skal velja flipann "Umsóknir".

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. október 2016. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535-5500 eða með tölvupósti framkvaemdasjodur@ferdamalastofa.is. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?