Fréttir
-
Verða bílaleigubílar flöskuháls í ferðaþjónustu sumarið 2022?
17.05.2022Talsvert hefur verið um fréttir í fjölmiðlum um mikinn skort á bílaleigubílum fyrir erlenda ferðamenn í sumar. Ferðamálastofa hefur unnið stutta greiningu á væntu framboði og spurn eftir bílaleigubílum yfir háönnina í sumar, með það að markmiði að gefa umræðu um þessi mál traustari grunn í fyrirliggjandi tölum og öðrum upplýsingum um meginforsendur bílaleigumarkaðarins. -
Skráning á Iceland TravelTech 2022
12.05.2022Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fjórða árið í röð að viðburðinum Iceland Travel Tech þann 19. maí 2022 frá 13:00-16:00. Með viðburðinum er ætlunin að tengja saman tækniaðila og ferðaþjónustu með það fyrir augum að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu. -
Áskoranir og úrræði ferðaþjónustufyrirtækja í heimsfaraldri - Ný rannsókn og upptaka af kynningarfundi
10.05.2022Ný skýrsla sem Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur unnið fyrir Ferðamálastofu er komin út, ásamt upptöku af fyrirlestri rannsóknarmiðstöðvarinnar um meginniðurstöður hennar. Skýrslan fjallar um upplifun og reynslu fólks í ferðaþjónustu af því að takast á við það krísuástand sem kórónuveirufaraldurinn skapaði. Má nálgast skýrsluna og fyrirlesturinn hér að neðan. -
103 þúsund brottfarir í apríl
10.05.2022Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum aprílmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Í sögulegu samhengi þá er um að ræða fjórða fjölmennasta aprílmánuðinn frá því mælingar Ferðamálastofu hófust en brottfarir nú voru litlu fleiri en árið 2016. Þriðjungur brottfara var tilkominn vegna Bandaríkjamanna og Breta. -
584 milljónum króna úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
06.05.2022Í dag tilkynnti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála, menningar- og viðskiptaráðherra, um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2022. Úthlutunin að þessu sinni nemur rúmum 584 milljónum króna til 54 verkefna um allt land en hæsti einstaki styrkurinn er rúmar 55 milljónir króna.
Áskorun um kröfulýsingu
-
Aðalsendibílar ehf.
13.04.2022 -
Eyrar ehf.
13.04.2022