Fréttir
-
Textaskrif og vinnsla á efni inn á vefinn visiticeland.com - Störf án staðsetningar á landsbyggðinni
19.02.2021Ferðamálastofa leitar að einstaklingum til efnisvinnslu og textaskrifa fyrir vefinn visiticeland.com og miðla tengdum honum. Ferðamálastofa, Íslandsstofa og atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hafa með samkomulagi sín á milli ákveðið að vefurinn VisitIceland.com verði helsta upplýsingaveita fyrir ferðamenn á leið til landsins, á meðan dvöl þeirra á landinu stendur og eftir að heim er komið. Er þá m.a. horft til upplýsinga um framboð þjónustu, menningu, sögu, náttúru, fjölbreytileika landsins, aðgengi ferðamannastaða, öryggi og umhverfisvernd, veður og færð á vegum. -
Evrópubúar gera sér vonir um að geta ferðast fyrri hluta sumars
19.02.2021Ríflega helmingur (54%) Evrópubúa hefur áform um ferðalög næstu sex mánuðina eða fyrir júlílok samkvæmt nýjustu könnun¹ Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) sem kynnt var á vefsíðu ráðsins í gær. Könnunin hefur verið gerð á mánaðarfresti frá því í ágúst síðastliðnum meðal íbúa helstu ferðamannaþjóða Evrópu. -
Stöðuskýrsla (Q4) Evrópska ferðamálaráðsins - European Tourism: Trends and prospects
12.02.2021Fjórða ársfjórðungsskýrsla Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) fyrir árið 2020 kom út fyrir helgi en þar er fjallað um þróunina í ferðaþjónustu á nýliðnu ári með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum sem og horfurnar framundan. Fyrri ársfjórðungsskýrslum hefur áður verið gerð stuttlega skil með fréttum á vefsíðu Ferðamálastofu. -
4.300 brottfarir erlendra farþega í janúar
10.02.2021Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 4.300 í nýliðnum janúarmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 96,4% færri en í janúar 2020, þegar brottfarir voru tæplega 121 þúsund talsins. -
Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2021-2023 staðfest af ferðamálaráðherra
09.02.2021Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hefur staðfest rannsóknaráætlun 2021-2023. Í reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála er kveðið á um að Ferðamálastofa skuli árlega móta og láta framkvæma rannsóknaráætlun til þriggja ára í senn.
Áskorun um kröfulýsingu
-
Travice ehf.
16.02.2021 -
Northbound ehf.
16.02.2021 -
Travex ehf.
25.01.2021 -
Tímaferðir ehf. - Time Tours
14.01.2021