Fréttir
-
234 þúsund brottfarir erlendra farþega í júlí
10.08.2022Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 234 þúsund í nýliðnum júlí samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fjórða fjölmennasta júlímánuðinn frá því mælingar hófust. Brottfarir í júlí voru 84% af því sem þær voru í júnímánuði 2018 þegar mest var og um jukust um 1,3% af því sem þær voru í júlímánuði 2019. Rúmlega þriðjungur brottfara var tilkominn vegna Bandaríkjamanna. Brottfarir Íslendinga voru um 65 þúsund sem er álíka og undanfarna tvo mánuði ársins. -
Icelandair með sterkasta viðspyrnu norrænna félaga í farþegafjölda
10.08.2022Flugfélög hafa verið að birta flutningatölur sínar í júlí á síðustu dögum. Bæði Icelandair og Play birtu á mánudaginn. Talnanna hefur verið beðið með umtalsverðri eftirvæntingu enda meiri óvissa um þær en í venjulegu árferði og flestir eru mjög áhugasamir um allar upplýsingar sem geta sagt til um hvernig endurreisn ferðaþjónustunnar gangi, bæði hér heima og erlendis. Þá skiptir líka máli að með júlítölunum eru komnar fram grunntölur fyrir tvo af þremur toppmánuðum í ferðaþjónustu ár hvert, þannig að með þeim minnkar óvissan og ferðaárið tekur á sig skýrari mynd. -
Til ferðaþjónustufyrirtækja vegna starfsemi við gosstöðvar á Reykjanesi
05.08.2022Ferðamálastofa vill að gefnu tilefni ítreka við ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða upp á ferðir á gossvæðið við Fagradalsfjall að fara að öllu eftir fyrirmælum og leiðbeiningum lögreglu og björgunarsveita á staðnum. -
Þjóðerni brottfararfarþega í júlí
02.08.2022Erlendir brottfararfarþegar voru 78,2% af heildarbrottfararfarþegum. Bandaríkjamenn voru þriðjungur brottfararfarþega og farþegar frá Þýskalandi 7,3% Hér að neðan má sjá yfirlit yfir hlutfallsskiptingu tíu stærstu þjóðerna en samtals voru brottfarir þeirra 77,7%. Ítarlegri tölfræði verður birt á vefsíðu Ferðamálastofu 10. ágúst þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfarafarþega frá Íslandi í júlí. -
Endurmati á fjárhæðum trygginga og iðgjalds Ferðaskrifstofa er lokið
29.07.2022Ferðamálastofa hefur lokið endurmati á fjárhæðum iðgjalds og trygginga ferðaskrifstofa og ættu ákvarðanir þess efnis að hafa borist ferðaskrifstofum í tölvupósti.