Fréttir
-
Nýtt fræðitímarit um ferðamál
24.06.2022Samningur um stuðning Ferðamálastofu við útgáfu fræðitímarits um ferðamál á vegum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála var undirritaður í gær. Markmiðið með útgáfu fræðatímarits er að vekja athygli á þeim fjölbreyttu rannsóknum sem unnar eru á sviði ferðamála hér á landi og stuðla að fræðilegri og faglegri umræðu um málefni greinarinnar. Tímaritinu er ætlað að fjalla um rannsóknir út frá öllum fræðigreinum sem taka á málefnum tengt ferðaþjónustu og ferðamálum -
Launagreiðslur í ferðaþjónustu - Nýtt talnaefni í Mælaborði Ferðaþjónustunnar
23.06.2022Í Mælaborði Ferðaþjónustunnar má nú nálgast skýrslu sem sýnir atvinnutekjuþróun innan ákveðinna svæða í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár. Má þar meðal annars sjá meðaltekjur á hvern íbúa innan svæðanna, sem og hlutdeild tekna í ferðaþjónustu af heildartekjum í öllum atvinnugreinum. -
Evrópubúar ætla að ferðast mikið í sumar - Láta hækkandi ferðakostnað ekki aftra sér
23.06.2022Þrátt fyrir mikla verðbólgu, heimsfaraldur og stríðsátök í Evrópu hafa 73% Evrópubúa áform um að ferðast á tímabilinu júní til nóvember í ár samkvæmt könnun sem Evrópska ferðamálaráðið (ETC) kynnti á heimasíðu ráðsins í síðustu viku. Könnunin er nú lögð fyrir í tólfta sinn meðal íbúa helstu ferðamannaþjóða Evrópu. -
Samráðshópur um málefni Reynisfjöru skipaður til að efla öryggi ferðamanna
21.06.2022Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í Vík í Mýrdal þriðjudaginn 21. júní 2022. Fundurinn ákvað að eiga formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Samráðshópur taki til starfa þar sem taki þátt fulltrúar landeigenda, -
Velta í ferðaþjónustu sú sama og fyrir heimsfaraldur
16.06.2022Sá athyglisverði áfangi náðist mánuðina mars og apríl í ár að velta þeirra atvinnugreina sem Hagstofa Íslands flokkar saman sem einkennandi greinar ferðaþjónustu náði veltunni sömu mánuði árið 2019, síðasta ár fyrir Covid. Hagstofan notar skilgreiningu frá evrópsku hagstofunni (Eurostat) á einkennandi greinum ferðaþjónustu og upplýsingar um veltu þeirra koma úr VSK skýrslum þeirra til skattsins.