Fréttir

Frestur til að skrá sig á Vestnorden 2010 framlengdur til 12. ágúst

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest fyrir  hina árlegu Vestnorden ferðakaupstefnu sem haldin verður á Akureyri í haust. Síðasti möguleiki til að skrá sig er 12 ágúst næstkomandi. Vestnorden 2010 fer fram dagana 15.-17. september í nýja ráðstefnu- og menningarhúsinu Hofi á Akureyri og þá í 25. sinn. Kaupstefnan er haldin til skiptis í umsjón Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga. Þátttakendur eru stórir sem smáir ferðaþjónustuaðilar frá vestnorrænu löndunum þremur. Á Vestnorden hitta þeir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna og því felast mikilvæg viðskiptatækifæri í þátttöku. Ferðamálastofa hefur umsjón með Vestnorden á Íslandi en framkvæmd að þessu sinni er í höndum Congress Reykjavík. Á vef Vestnorden eru allar nánari upplýsingar og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku. www.vestnorden.com  
Lesa meira

Jón Ásbergsson stýrir Íslandsstofu

Stjórn Íslandsstofu ákvað á fundi sínum í gær að ráða Jón Ásbergsson sem framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Jón Ásbergsson er viðskiptafræðingur að mennt og hefur  meðal annars verið framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki, Hagkaupa og síðast Útflutningsráðs Íslands. Íslandsstofa var stofnuð með nýjum lögum í lok apríl á þessu ári og er markmið þeirra að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins. Undir merkjumÍslandsstofu er sameinuð starfsemi sem áður var á hendi Útflutningsráðs Íslands og markaðssviðs Ferðamálastofu, auk þess sem náið samstarf verður við utanríkisþjónustuna og kynningarmiðstöðvar lista- og menningar í landinu. Stofnfundur var haldinn 29. júní sl. og tók Íslandsstofa formlega til starfa 1. júlí. Stjórn Íslandsstofu auglýsti starf  framkvæmdastjóra laust síðla í júní og rann umsóknarfrestur út 11. júlí sl. Þrjátíu umsækjendur voru um starfið. ?Stjórnin fjallaði um ráðningarmálið á sex formlegum fundum, þar sem allar umsóknir voru til skoðunar. Ákveðið var að kalla til viðtals þá umsækjendur, sem stjórnarmenn voru sammála um að helst kæmu til greina í starfið.  Næsta verkefni stjórnar verður að standa fyrir nýsköpunar- og stefnumótunarvinnu á haustmánuðum í þágu nýrrar Íslandsstofu," samkvæmt tilkynningu.
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í júlí

Í nýliðnum júlímánuði fór 283.501 farþegi um um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru um 11,7% fleiri farþegar en í júlí 2009. Frá áramótum hafa rúmlega 991 þúsund farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir tæplega 959 þúsund á sama tímabili í fyrra. Eins og sjá má í töflunni hér að neðan er það fjölgun áfram- og skiptifarþega sem vegur þar þyngst. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir júlí en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.   Júlí 10. YTD Júlí 09. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 104.606 396.730 102.193 404.308 2,36% -1,87% Hingað: 119.652 424.995 115.247 425.170 3,82% -0,04% Áfram: 2.221 11.305 3.818 31.272 -41,83% -63,85% Skipti. 57.022 158.194 32.564 97.777 75,11% 61,79%   283.501 991.224 253.822 958.527 11,69% 3,41%
Lesa meira

Gistinóttum fjölgaði um 5% í júní og 1% frá áramótum

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru gistinætur á hótelum í júní síðastliðnum 157 þúsund en voru 149 þúsund í sama mánuði árið 2009. Fjölgunin nemur 5% á milli ára og þá liggur einnig fyrir að gistinóttum fjölgaði um 1% frá áramótum. Sem fyrr er vert að vekja athygli á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið.  Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Fjölgun gistinátta í júní nær til allra landsvæða. Mest varð fjölgun gistinátta á Vesturlandi og Vestfjörðum um 13%, úr 6.500 í 7.300. Á Suðurnesjum fjölgaði gistinóttum um 12% milli ára og fóru úr 5.800 í 6.500. Gistinóttum á Suðurlandi fjölgaði um 7% og úr 20.000 í 21.300 samanborið við júní 2009. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 6%, voru 14.600 en fóru í 15.500. Á Austurlandi jukust gistinætur úr 7.500 í 7.900 eða um 5% samanborið við júní 2009. Á Höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum einnig úr  94.400 í 98.400 eða um 4% miðað við sama tímabil 2009. Nær eingöngu til erlendra gestaFjölgun gistinátta á hótelum í júní nær eingöngu til erlendra gesta, en gistinóttum Íslendinga á hótelum fækkaði um 20% samanborið við júní 2009 á meðan gistinóttum erlendra gesta fjölgaði um 10%. Tæplega 1% fjölgun frá áramótumGistinætur fyrstu sex mánuði ársins voru 573.400 en voru 570.400 á sama tímabili 2009.  Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi um 6%, á Norðurlandi um 5% og um 4% á Austurlandi samanborið við sama tímabil 2009. Á öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum milli ára eða fjöldinn er svipaður. Fækkun á Vesturlandi og Vestfjörðum yfir þetta tímabil var 2% og innan við 1% á Suðurnesjum og á Höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu sex mánuði ársins fækkaði gistinóttum Íslendinga um 7% á meðan gistinóttum  útlendinga fjölgaði um 3% miðað við sama tímabil 2009.
Lesa meira

Life.com

Life.com  - umfjöllun byggð á myndum    
Lesa meira

Life.com

Life.com  - umfjöllun byggð á myndum    
Lesa meira

Life.com

Life.com  - umfjöllun byggð á myndum    
Lesa meira