Fara í efni

World Travel Market 2017

Íslandsstofa vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar vegna ferðasýningarinnar World Travel Market 2017. World Travel Market er haldin árlega og er ein stærsta ferðasýning í heimi. Sýningin er einungis ætluð aðilum í ferðaþjónustu (trade).

Sýningin stendur yfir dagana 6.- 8. nóvember og fer fram í ExCel sýningarhöllinni í London, líkt og undanfarin ár. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 10-18 alla þrjá dagana.

Íslandsstofa sér um að skipuleggja þjóðarbás Íslands og mun bjóða upp á fundaaðstöðu þar. Síðan er undir hverjum og einum þátttakanda komið hvernig hann nýtir tækifærið sem best til að hitta viðskiptavini. Pláss er takmarkað á básnum og eru áhugasamir því hvattir til að skrá sig hið fyrsta.
Skráningu lýkur 20. júní nk.

Umsóknareyðublað er að finna á vef Íslandsstofu. Vinsamlega kynnið ykkur reglur varðandi þátttöku á viðburðum á vegum Íslandsstofu.

Umsóknir sendist útfylltar til Ragnheiðar Sylvíu Kjartansdóttur, ragnheidur@islandsstofa.is en hún veitir jafnframt allar nánari upplýsingar.