Fara í efni

Svæðisfundur áfangastaðaáætlunar DMP, Hólmavík

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Vestfjarða unnið að því að gera áfangastaðaáætlun fyrir Vestfirði. Verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi áfangastað, m.t.t. þarfa gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

Markmið fundarins er að fara yfir nokkur atriði sem tengjast þessari vinnu. Á fundinum verður ákveðið hver forgangsverkefni hagsmunaaðila á svæðinu verða.

Það er því mikilvægt að sem flestir mæti og taki þátt í þróun ábyrgrar ferðaþjónustu á svæðinu.

Fundurinn fyrir Strandir og Reykhóla verður haldinn 20. nóvember frá kl 11-14 í Hnyðju, Hólmavík

Skráning og náanri upplýsingar