Fara í efni

Súpufundur ferðaþjónustunnar - Akureyri

Súpufundur ferðaþjónustunnar verður haldinn þriðjudaginn 27.febrúar kl. 11.30 – 13.00

Fundarstaður: Veitingastaðurinn Greifinn, Glerárgötu 20, 2.hæð.

Boðið upp á matarmiklasúpu, salat, kaffi & súkkulaði á kr. 2000 sem greiðist á staðnum.

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir kl. 16.00 mánudaginn 26.febrúar:

DAGSKRÁ:

11.30 Matur framreiddur og borðað meðan á kynningu og umræðum stendur

11.45 Niðurstöður rannsóknar Skemmtiskip: Samvinna móttökuaðila góð – ákvarðanataka á fárra hendi

Kynning á niðurstöðum rannsóknar sem RMF gerði haustið 2017 meðal hagsmunaaðila sem koma að móttöku og þjónustu við skemmtiferðaskip hér á landi.

Þórný Barðadóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála

12.15 Skemmtiferðaskip – staðan og vöxtur næstu ára
Þróun skipakoma til hafna Hafnarsamlagsins (Hrísey, Grímsey og Akureyri auk annarra þátta eins og eyðslu ferðamanna og umhverfismál.
Pétur Ólafsson, hafnarstjóri

- Eftir erindin verður opnað fyrir umræður um skemmtiferðaskip

12.45 Okkar Auðlind - ímynd ferðaþjónustunnar
Markaðsstofa Norðurlands fór á síðasta ári af stað með verkefnið #OKKARAUÐLIND til þess að ýta undir jákvætt umtal um ferðaþjónustu og ímynd hennar hjá almenningi.
Rögnvaldur Már Helgason, verkefnastjóri upplýsingaþjónustu, útgáfu og almannatengsla hjá Markaðsstofu Norðurlands

13.00 Fundarlok
Fundarstjóri: Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdarstjóri Akureyrarstofu