Kynningarfundur Startup Tourism

Startup Tourism - Nýsköpun í ferðaþjónustu
16. nóvember kl 12:00–13:00
Norræna húsið
Sæmundargata, 101 Reykjavík, Iceland

Verið velkomin á kynningarfund Startup Tourism!

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Ár hvert eru allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki valin til þátttöku og fá þau tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu.
Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.

Dagskrá:

Átt þú erindi í Startup Tourism?
Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups.

Tækifæri Íslands í alþjóðlegri ferðaþjónustu: Massatúrismi eða næsta Marel?
Andri Heiðar Kristinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Travelade. Andri var áður þróunarstjóri hjá LinkedIn í Kísildalnum og stofnandi Innovit sem nú heitir Icelandic Startups. Andri er með MBA frá Stanford Háskóla.

Þátttaka í Startup Tourism
Erla Jóhannsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Siglo Ski Lodge tók þátt í Startup Tourism fyrr á árinu. Hún mun deila reynslu sinni af þátttöku.

Mentor ársins verðlaunaður
Kjarninn í starfsemi Startup Tourism er leiðsögn, endurgjöf og hvatning frá fjölda mentora sem þátttakendur hitta á skipulögðum fundum meðan á verkefninu stendur. Hátt í 100 sérfræðingar, stjórnendur, reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og aðrir lykilaðilar í ferðaþjónustunni leggja verkefninu lið með því að miðla af reynslu sinni og opna á dýrmæt tengslanet til framdráttar þátttakendum.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Viðburðurinn verður sendur út í beinni útsendingu á facebooksíðu Startup Tourism fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta. https://www.facebook.com/startuptourism

Hægt er að sækja um þátttöku í Startup Tourism fram til 11. desember 2017 á vefsíðu verkefnisins www.startuptourism.is