ITB í Berlín

Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni ITB sem haldin verður dagana 7.-11. mars 2018. Sýningin er haldin árlega og er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Á síðasta ári sóttu hana um 200.000 þúsund manns, þar af um 120.000 þúsund fagaðilar.

Á ITB býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum. Sýningin er tvískipt; fyrri hluti hennar, 7.-9 mars er eingöngu fyrir fagfólk en dagana 10. og 11. mars er sýningin einnig opin almenningi.

Nánar á www.islandsstofa.is

Sjá einnig vefsíðu ITB.