Ferðamálaþing 2017: Sjálfbærni - Áskoranir á öld ferðalangsins

T_rFerðamálaþing 2017 verður haldið í Hörpu (Silfurberg) 4. október kl. 13-17. Talib Rifai, aðalritari ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO), hefur þekkst boð Ferðamálastofu um að koma í opinbera heimsókn til Íslands í tengslum við þingið og verður þar með erindi.

Yfirskriftin er: Sjálfbærni - Áskoranir á öld ferðalangsins

Tilefni heimsóknarinnar er ekki síst að minnast þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað árið 2017 sjálfbærri ferðaþjónustu og efnahagslegri þróun. 

Hér er um að ræða stórviðburð á sviði ferðamála á Íslandi en Talib Rifai er æðsti embættismaður heims á sviði ferðamála. Fyrirhugað er að kynna fyrir honum stöðu og þróun íslenskra ferðamála, auk þess sem að stefnt er að því að gefa honum kost á að ferðast ögn um landið.

Dagskrá:

13:00 Setning

13:05 Ávarp forseta Íslands
-Hr. Guðni Th. Jóhannesson

13:15 Ávarp ráðherra ferðamála
-Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

13:35 Ávarp aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO)
-Dr. Taleb Rifai (Verður flutt á ensku)

14:05 Tourism and climate change: Rethinking volume growth
-Stefan Gössling, Professor Western Norway Research Institute (Verður flutt á ensku)

14:35 Undirritun siðareglna UNWTO
-Helga Árnadóttir, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF)
-Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, fyrir hönd Íslenska ferðaþjónustuklasans

14:50 Kaffi/te og með því

15:10 Hraðvaxandi borgin Reykjavík – ferðamenn og samfélagið
-Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

15:25 Vonarstjarna eða vandræðabarn? – efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar
-Pálmar Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands

15:40 Hversu sjálfbær er framtíð íslenskrar ferðamennsku? “The Ideal Iceland May Only Exist in Your Mind”
-Rannveig Ólafsdóttir, próferssor í ferðamálfræði við Háskóla Íslands

15:55 Hefur ferðaþjónustan gleypt Ísland? Hugleiðingar um ferðaþjónustu og samfélag.
-Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála

16:10 Afhending umhverfisverðlauna FMS

16:25 Akstur á undarlegum vegi
-Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri

16:55 Til hvers ferðumst við?
-Bergur Ebbi, rithöfundur

17:10 – 18:00 Þinglok og léttar veitingar

Fundarstjórar:
Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans

Bein útsending

Skráningum er lokið á Ferðamálaþingið 2017 í Hörpu á morgun, 4. október, þar sem uppselt er á þingið. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á netinu hér að neðan. Bein slóð á Youtube:
https://www.youtube.com/watch?v=FnzWe1DjL-o