Ferðamálaþing 2017

T_rFerðamálaþing 2017 verður haldið í Hörpu 4. október kl. 13-17. Talib Rafai, aðalritari ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO), hefur þekkst boð Ferðamálastofu um að koma í opinbera heimsókn til Íslands í tengslum við þingið og verður þar með erindi.

Tilefni heimsóknarinnar er ekki síst að minnast þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað árið 2017 sjálfbærri ferðaþjónustu og efnahagslegri þróun. 

Hér er um að ræða stórviðburð á sviði ferðamála á Íslandi en Talib Rafai er æðsti embættismaður heims á sviði ferðamála. Fyrirhugað er að kynna fyrir honum stöðu og þróun íslenskra ferðamála, auk þess sem að stefnt er að því að gefa honum kost á að ferðast ögn um landið.

Dagskráin er í vinnslu en takið endilega daginn frá.

Boðið verður upp á léttar veitingar í lok dagskrár. Ekkert skráningargjald er á þingið.

Skráning