Eftirfylgni: Ferðamálastofa - Skýrsla Ríkisendurskoðunar til Alþingis

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Eftirfylgni: Ferðamálastofa - Skýrsla Ríkisendurskoðunar til Alþingis
Lýsing

Ríkisendurskoðun ítrekar enga af fjórum ábendingum til Ferðamálastofu frá árinu 2014 í eftirfylgniskýrslu, þar sem Ferðamálastofa, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og fjármála og efnahagsráðuneyti hafa brugðist við ábendingunum í meginatriðum.

Afmörkun verkefna og ábyrgð stofnana innan málaflokksins virðast þó enn óskýr, þrátt fyrir nýja stefnu stjórnvalda Vegvísir í ferðaþjónustu sem kom út í október 2015. Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á fót 2015, virðist að hluta eiga að sinna þeim verkefnum sem lög kveða á um að Ferðamálastofa skuli sinna. Þessi skörun verkefna er skýrust þegar litið er til þróunar-, gæða- og skipulagsmála ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmála. Þá hefur verið komið á fót skrifstofu ferðamála innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og ástæða er til að kanna betur hvernig verkefni hennar skarast á við verkefni stofnana ferðamála.

Ríkisendurskoðun telur því rétt að kanna hvort ástæða sé til þess að hefja sérstaka úttekt á stjórnsýslu ferðamála.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2017
Útgefandi Ríkisendurskoðun
Leitarorð Ferðamálastofa, ríkisendurskoðun, úttekt, stjórnsýsla, stjórnstöð ferðamála, stjórnstöð