Landamæra- og viðhorfskönnun meðal erlendra ferðamanna

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Landamæra- og viðhorfskönnun meðal erlendra ferðamanna
Lýsing

Í jún 2017 hófst gagnasöfnun í nýrri viðhorfskönnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna. Könnunin er umfangsmikil og byggja spurningarnar að talsverðu leyti á spurningalistum frá fyrri viðhorfskönnunum sem gerðar hafa verið á vegum Ferðamálastofu, síðast sumarið 2016.

Með könnuninni verður til ítarlegri þekking á viðhorfi og atferli erlendra ferðamanna heldur en hingað til hefur legið fyrir. Þar skipta mestu reglulegri gagnasöfnun og örari birting á niðurstöðum sem ætlað er að skapa kjölfestu til framtíðar í þekkingu á þessari undirstöðuatvinnugrein. 

Stærsta breytingin frá fyrri könnunum er að með reglulegri gagnasöfnun og birtingu í Mælaborði ferðaþjónustunnar er nú hægt að brjóta niðurstöðurnar niður á mánuði og tímabil og fá þannig nákvæmari niðurstöður og áreiðanlegri tölfræði um atferli og viðhorf ferðamanna. Lykilatriði er að nú hafa skapast forsendur fyrir örari birtingu á niðurstöðum og þannig hægt að fylgjast betur með breytingum og þróun í atvinnugreininni.

Könnunin er tvískipt, þ.e. við brottför á Keflavíkurflugvelli er spurt nokkurra spurninga og þeir sem samþykkja frekari þátttöku fá síðan sendan hlekk í tölvupósti með spurningalista sem svarað er eftir heimkomu. Stefnt er á að mánaðarlega verði birtar niðurstöður helstu spurninga sem spurt er á flugvellinum en niðurstöður þessa hluta sem svarað er eftir að heim er komið muni birtast að lokinni hverri árstíð.

Könnunin er framkvæmd af danska fyrirtækinu Epinion, sem er alþjóðlegt fyrirtæki í gerð flugvallarkannana. Úrvinnsla gagna er í höndum Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Deloitte.

Hagstofan kemur einnig að könnuninni og munu þær niðurstöður nýtast í útgáfum Hagstofunnar varðandi þjónustuviðskipti við útlönd, gistinætur, þjóðhagsreikninga og ferðaþjónustureikninga.

 

 

Hlekkur http://stjornstodin.is/maelabord-ferdathjonustunnar
Höfundar
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2018
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð landamærakönnun, ferðamálastofa, viðhorf, útgjöld, ferðamenn, ferðavenjur, ferðahegðun, fjöldi ferðamanna, tölfræði, talnaefni, talningar, hagstofan