Fara í efni

Skráning á Hádegisfyrirlestur - Félagsleg áhrif ferðaþjónustu á Suðurlandi

Dagsetning:    8. mars 2019
Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:      Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Ekkert skráningargjald. Boðið er upp á léttan hádegisverð

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Að þessu sinni verða kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar sem unnin var að frumkvæði Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) vegna átaksverkefnisins Félagsleg þolmörk íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu. Meginmarkmið átaksverkefnisins var að „afla upplýsinga um viðhorf íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðaþjónustu og greina þannig þolmörk íbúa gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu út frá hinum ýmsum þáttum í innviðum samfélagsins“.  Á grundvelli þessara upplýsinga skyldi mat lagt á stöðu mála innan landshlutans og þannig m.a. undirbyggja ákvarðanatöku um aðgerðir sem nauðsynlegar gætu verið til þess að takast á við eikvæð áhrif af hröðum vexti ferðaþjónustunnar. Verkefnið er það fyrsta af sínum toga sem unnið er á landshlutavísu hérlendis.

Rannsóknin var unnin af Þorvarði Árnassyni og Arndísi Láru Kolbrúnardóttur hjá Rannsóknasetri HÍ á Hornafirði.

Skrá fleiri frá sama fyrirtæki/stofnun