Fara í efni

Spákerfi um ferðaþjónustu - Lokaafurð

Nánari upplýsingar
Titill Spákerfi um ferðaþjónustu - Lokaafurð
Lýsing

Hér er gerð grein fyrir spákerfi um lykilstærðir ferðaþjónustu, sem er afurð rannsóknarverkefnis sem unnið hefur verið af Intellecon ehf. fyrir Ferðamálastofu. Á tíma verkefnisins hefur safnast upp þekking á viðfangsefninu sem birst hefur í afurðum þess og má finna á heimasíðu Ferðamálastofu. Fátítt er að jafn ítarlegar greinargerðir liggi fyrir um spágerð á þessu sviði.

Umfjöllunin er í fjórum hlutum. Í þeim fyrsta er að finna almenna lýsingu á spákerfinu. Í öðrum hluta er að finna nýjustu spá um lykilstærðir ferðaþjónustu sem byggir á spákerfinu. Niðurstöður eru af mánaðarlegri tíðni, ársfjórðungslegri tíðni og árlegri tíðni. Spáð er fjölda erlendra ferðamanna, meðaldvalartíma erlendra ferðamanna og meðaleyðslu. Þá er reiknaður út fjöldi gistinátta út frá spám um fjölda ferðamanna og meðaldvalartíma þeirra sem og heildareyðsla erlendra ferðamanna út frá meðaleyðslu og fjölda ferðamanna. Í þriðja hluta er að finna umfjöllun um ákveðnar skýribreytur og þá sérstaklega gengi íslensku krónunnar, umfjöllun um val á gagnatímabilum og að lokum reifun á álitaefnum er snerta flöskuhálsa á framboðshlið. Í fjórða hluta er lýsing á gagnagrunni þeim sem spárnar byggja á og leiðarvísi um hvernig gögnin eru lesin inn í spákerfið. Þar er einnig að finna forritasafn það sem spákerfið byggir á, með skýringum.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2024
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN 978-9935-522-32-0
Leitarorð spá, spálíkan, spálíkön, spár, intellecon, umfang, áætlanagerð, áætlun, áætlanir, stefnumótun, líkan, líkön, spágerð