Fara í efni

Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins 2023-2026

Nánari upplýsingar
Titill Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins 2023-2026
Lýsing

Í þessari áfangastaðaáætlun er sett fram áætlun um áherslur og stöðu ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Sett er fram framtíðarsýn og tillögur að verkefnum áfangastaðastofu á tímabilinu 2023–2026. Er hér um fyrstu áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins að ræða. Er áætlunin sett fram sem leiðbeinandi áætlun fyrir nýstofnaða áfangastaðastofu.

Meðal þess sem fjallað er um er ný framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn sem byggir á fjórum lykiláherslum sem eru náttúra, menning og listir; vellíðan og sjálfbærni. Síðan er farið yfir sameiginleg verkefni þar sem sérstaklega eru skoðuð verkefni sem taka til svæðisins í heild. Getur áfangastaðastofa verið í lykilhlutverki hvað varðar utanumhald slíkra verkefna. Ein af grunnforsendum áfangastaðaáætlunar er stöðugreining á stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu þar eru skoðuð atriði eins og fjöldi gistinátta, lykilmarkaðssvæði, fjöldi launþega sem starfar við ferðaþjónustu og stöðumat á starfsemi í ferðaþjónustu á svæðinu. Síðan er farið fyrir lykilforsendur markaðssetningar höfuðborgarsvæðisins gagnvart erlendum ferðamönnum. Að lokum er farið yfir aðgerðaáætlun sveitarfélaganna en þar eru tekin saman þau verkefni sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla sér að vinna að á næstu árum. Er um að ræða 44 verkefni sem tengjast þeim áherslum sem settar hafa verið í framtíðarsýn áfangastaðarins.

Verkefnin eru jafnfjölbreytt og þau eru mörg og tengjast m.a. uppbyggingu við náttúruperlur svæðisins, miðlun upplýsinga um sögu og menningu svæðisins, uppbyggingu í tengslum við vellíðan og sjálfbærni og verndun svæða. Má gera ráð fyrir að áfangastaðastofa og hlutaðeigandi sveitarfélög hafi með sér samstarf þegar kemur að slíkum verkefnum og kynningu þeirra.

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu má alltaf nálgast nýjustu útgáfur og fréttir af verkefninu.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2023
Útgefandi Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Leitarorð áfangastaðaáætlun, áfangastaðaáætlanir, höfuðborgin, höfuðborgarsvæðið, reykjavík, kópavogur, seltjarnarnes, garðabær, hafnarfjörður, mosfellsbær, dmp, markaðsstofa, áfangastaðastofa, áfangastaðastofur