Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2022. Opnað verður fyrir umsóknir 27. september og er umsóknarfrestur til kl. 13 þriðjudaginn 26. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Lesa meira

Sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar

Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft margvísleg áhrif á samfélög og líf fólks um allan heim og kallað fram ýmsar breytingar, aðrar áherslur og nýjar hugsanir. Faraldurinn hefur lagst þungt á ferðaþjónustuna með þeirri lægð sem við þekkjum en tíminn, sem gefist hefur undanfarin misseri, hefur veitt aðilum í ferðaþjónustu tækifæri til að staldra við, endurmeta og setja sér ný markmið til framtíðar.
Lesa meira

Umfjöllun um Vakann í nýútkominni handbók Evrópska ferðamálaráðsins um sjálfbærni

Út er komin handbók á vegum Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) um sjálfbæra ferðaþjónustu „Encouraging Sustainable Tourism Practices“. Handbókin er leiðarvísir og hvatning til ferðaþjónustunnar um að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í skipulagi og rekstri. Yfirvöld, stefnumótandi aðilar, stofnanir, sveitarfélög, samtök, fyrirtæki svo og ferðamenn hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að því að breyta því sem þarf á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu.
Lesa meira

152 þúsund brottfarir erlendra farþega í ágúst

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 152 þúsund í nýliðnum ágústmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða meira en tvöfalt fleiri en í ágúst 2020. Horfa þarf allt til ársins 2014 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í ágústmánuði. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í ágúst eða tæplega 38%. Frá áramótum hafa um 336 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er um fjórðungs fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega um 451 þúsund.
Lesa meira

Ráðgjöf um rannsóknarverkefni 2022-24

Fyrr á árinu birti Ferðamálastofa rannsóknaráætlun sína, sem nær til áranna 2021-2023. Veigamikill þáttur við árlega mótun og gerð rannsóknaráætlunar Ferðamálastofu er aðkoma ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir. Hefur nefndin nú skilað ráðgjöf sinni fyrir næsta tímabil, þ.e. árin 2022-24.
Lesa meira

Þjóðernasamsetning í ágústmánuði

Vegna mikillar eftirspurnar er hlutfallsskipting þjóðerna úr brottfarartalningu Ferðamálastofu fyrir nýliðinn ágústmánuð birt. Þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfararfarþega frá Íslandi í ágúst verður hægt að ákvarða fjölda þeirra eftir þjóðernum.
Lesa meira

Stofngjald í Ferðatryggingasjóð

Ferðamálstofa vekur athygli á að greiðsluseðlar vegna stofngjalda í Ferðatryggingasjóð eru nú að berast í netbanka ferðaskrifstofa. Af tæknilegum ástæðum hefur ekki reynst unnt fyrr en nú að birta greiðsluseðlana. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það hann að hafa haft.
Lesa meira

Ráðherra frestar gjalddaga fyrstu afborgana úr Ferðaábyrgðasjóði

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur tekið ákvörðun um að fresta gjalddaga fyrstu afborgana lána úr Ferðaábyrgðasjóði enn um sinn, eða til 1. desember 2022. Jafnframt er til skoðunar í ráðuneytinu að lengja lánstíma lánanna. Hlutverk sjóðsins, sem er í vörslu Ferðamálastofu, er að veita ferðaskrifstofum lán til að endurgreiða ferðamönnum greiðslur vegna ferða sem var aflýst eða þær afpantaðar á tímabilinu 12. mars til og með 31. júlí 2020. Umfang lánveitinga sjóðsins nemur um 3,2 milljörðum króna.
Lesa meira

Skráning á Vestnorden 2021 opin til 5. september

Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin á Reykjanesi dagana 5.-7. október 2021. Á Vestnorden koma saman ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og ferðaheildsalar víðsvegar að úr heiminum. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og aðrir boðsgestir. Í tengslum við Vestnorden gefst ferðaheildsölunum auk þess kostur á að fara í kynnisferðir til landanna þriggja.
Lesa meira

Áfallaþol og órofinn rekstur grundvöllur öryggis fyrirtækja í ferðaþjónustu á meðan hjarðónæmi er náð

Fréttaflutningur hefur leitt í ljós að töluverðar líkur eru á að COVID-19 smit geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja á næstu vikum og mánuðum á meðan COVID-19 gengur yfir samfélagið, með stýrðum hætti eins og kostur er, þar til hjarðónæmi er náð meðal þjóðarinnar.
Lesa meira