Fréttir

Slasaðir erlendir ferðamenn í umferðaslysum - Nýtt talnaefni í Mælaborði Ferðaþjónustunnar

Í Mælaborði Ferðaþjónustunnar má nú nálgast skýrslu sem sýnir umferðaslys erlendra ferðamanna á Íslandi undanfarin ár. Í skýrslunni er meðal annars slysakort sem sýnir hvar slys á landinu urðu ásamt slysatölfræði undanfarinna ára flokkuð eftir upprunalöndum og alvarleika slysa.
Lesa meira

243 þúsund brottfarir erlendra farþega í ágúst

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 243 þúsund í nýliðnum ágúst samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fjórða fjölmennasta ágústmánuðinn frá því mælingar hófust. Brottfarir í ágúst voru 83% af því sem þær voru í ágústmánuði 2018 þegar mest var.
Lesa meira

Ráðgjöf um rannsóknarverkefni 2023-25

Fyrr á árinu birti Ferðamálastofa rannsóknaráætlun sína, sem nær til áranna 2022-2024. Veigamikill þáttur við árlega mótun og gerð rannsóknaráætlunar Ferðamálastofu er aðkoma ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir. Hefur nefndin nú skilað ráðgjöf sinni fyrir árin 2023-25.
Lesa meira

Spákerfi fyrir ferðaþjónustuna - Prófun á spájöfnum

Ráðgjafarfyrirtækið Intellecon er að vinna fyrir Ferðamálastofu að því að þróa spálíkön fyrir ferðaþjónustuna hér á landi, bæði til skemmri og lengri tíma. Verið er að búa til heildstætt spákerfi með viðeigandi tíðni fyrir stærðir er lýsa umfangi ferðaþjónustunnar. Tilgangur verkefnisins er m.a. að styrkja forsendur áætlanagerðar og stefnumótunar fyrirtækja í greininni, hjá stjórnvöldum og öðrum haghöfum greinarinnar.
Lesa meira

Ábyrg ferðaþjónusta – aukum forskotið: Opið fyrir skráningu

Í lok september verður haldið áfram með námskeiðið Ábyrg ferðaþjónusta – Aukum forskotið sem hófst í vor. Vegna aukinnar eftirspurnar hefur verið ákveðið opna aftur fyrir skráningu og gefa þannig fleirum kost á að vera með. Skráning verður opin til 15. september.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023. Umsóknarfrestur er til kl. 13 miðvikudaginn 5. október. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Lesa meira

234 þúsund brottfarir erlendra farþega í júlí

Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 234 þúsund í nýliðnum júlí samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fjórða fjölmennasta júlímánuðinn frá því mælingar hófust. Brottfarir í júlí voru 84% af því sem þær voru í júnímánuði 2018 þegar mest var og um jukust um 1,3% af því sem þær voru í júlímánuði 2019. Rúmlega þriðjungur brottfara var tilkominn vegna Bandaríkjamanna. Brottfarir Íslendinga voru um 65 þúsund sem er álíka og undanfarna tvo mánuði ársins.
Lesa meira

Icelandair með sterkasta viðspyrnu norrænna félaga í farþegafjölda

Flugfélög hafa verið að birta flutningatölur sínar í júlí á síðustu dögum. Bæði Icelandair og Play birtu á mánudaginn. Talnanna hefur verið beðið með umtalsverðri eftirvæntingu enda meiri óvissa um þær en í venjulegu árferði og flestir eru mjög áhugasamir um allar upplýsingar sem geta sagt til um hvernig endurreisn ferðaþjónustunnar gangi, bæði hér heima og erlendis. Þá skiptir líka máli að með júlítölunum eru komnar fram grunntölur fyrir tvo af þremur toppmánuðum í ferðaþjónustu ár hvert, þannig að með þeim minnkar óvissan og ferðaárið tekur á sig skýrari mynd.
Lesa meira

Til ferðaþjónustufyrirtækja vegna starfsemi við gosstöðvar á Reykjanesi

Ferðamálastofa vill að gefnu tilefni ítreka við ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða upp á ferðir á gossvæðið við Fagradalsfjall að fara að öllu eftir fyrirmælum og leiðbeiningum lögreglu og björgunarsveita á staðnum.
Lesa meira

Þjóðerni brottfararfarþega í júlí

Erlendir brottfararfarþegar voru 78,2% af heildarbrottfararfarþegum. Bandaríkjamenn voru þriðjungur brottfararfarþega og farþegar frá Þýskalandi 7,3% Hér að neðan má sjá yfirlit yfir hlutfallsskiptingu tíu stærstu þjóðerna en samtals voru brottfarir þeirra 77,7%. Ítarlegri tölfræði verður birt á vefsíðu Ferðamálastofu 10. ágúst þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfarafarþega frá Íslandi í júlí.
Lesa meira