Fréttir

Samið um markaðssetningu Norður- og Austurlands í tengslum við Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í gær samning við Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú um markaðssetningu Norðurlands og Austurlands í tengslum við flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum og aukið millilandaflug þar. Markaðsstofan fær 20 milljónir til að sinna þessu verkefni á Norðurlandi á þessu ári og Austurbrú fær sömu upphæð fyrir Austurland.
Lesa meira

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar

Lesa meira

NiceAir hefur sig til flugs

Þau ánægjulegu tíðindi voru gerð opinber í vikunni að nýtt flugfélag Niceair mun hefja millilandaflug á milli Akureyrar, Bretlands, Danmerkur og Spánar í sumar. Eins og tíðrætt hefur verið og sérstaklega er tiltekið í opinberri stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu þá skiptir miklu að dreifing ferðamanna verði víðtækari um landið. Með tilkomu Niceair með beint flug inn á Akureyri þá skapast mikil tækifæri fyrir ferðþjónustuna sérstaklega á norður og austurlandi. Sjá nánar á heimasíðu Niceair
Lesa meira

Mjög góð þátttaka í Hreint og öruggt / Clean & Safe

Fyrr á þessu ári framlengdi Ferðamálastofa verkefni sitt Hreint og Öruggt. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan og öruggan hátt á móti viðskiptavinum sínum þegar kemur að sóttvörnum og þrifum. Rúmlega 350 ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þátttakendur í verkefninu Hreint og Öruggt / Clean & Safe, sem Ferðamálastofa hefur staðið fyrir í rúmt ár og ákveðið var að framlengja a.m.k. út þetta ár. Er þetta mun enn meiri þátttaka en var í fyrra.
Lesa meira

Horfur í ferðaþjónustu fyrir árið 2022 jákvæðar

Fjórða ársfjórðungsskýrsla Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) fyrir árið 2021 var birt í gær en þar er fjallað um þróunina í ferðaþjónustu út frá fyrirliggjandi gögnum. Umfjöllun skýrslunnar snýst líkt og fyrri ársfjórðungsskýrslur ársins 2021 um hvaða áhrif COVID-19 er að hafa á ferðaþjónustu í Evrópu og ferðavilja fólks.
Lesa meira

NATA - Opið fyrir styrkumsóknir

Opnað hefur verið fyrir styrkveitingar NATA - North Atlantic Tourism Association. Hlutverk NATA er að móta sameiginlega stefnu í ferðamálum fyrir Vestur-Norðurlönd og styrkja ýmis verkefni sem efla ferðaþjónustu innan svæðisins.
Lesa meira

68 þúsund brottfarir erlendra farþega í janúar

Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 68 þúsund í nýliðnum janúarmánuði eða fjórtán sinnum fleiri en í janúar á síðasta ári samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia.
Lesa meira

Landamærarannsókn boðin út hjá Ríkiskaupum

Ríkiskaup, fyrir hönd Ferðamálastofu óskar eftir tilboðum í framkvæmd landamærakönnunar meðal farþega á leið úr landi.
Lesa meira

AFLÝST - Áhrif loftslagsbreytinga á ferðaþjónustuna á Íslandi - hádegisfyrirlestrar

Fyrirlestri Ferðamálastofu og Ferðaklasans sem átti að halda á morgun fimmtudaginn 10. febrúar fellur því miður niður vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Ferðamálastofa biðst velvirðingar á þessum skamma fyrirvara.
Lesa meira

Staða íslenskrar ferðaþjónustu: Áskoranir og viðspyrnan - skýrsla & kynning

Ferðamálastofa og KPMG kynntu greiningu á fjárhagslegri getu ferðaþjónustunnar til að mæta líklegri fjölgun erlendra ferðamanna til landsins á næstu misserum; hvað helst hamlar greininni og hvernig má efla hana, nú þegar hyllir undir lok faraldursins.
Lesa meira