Fara í efni

Ferðamálastofa tilnefnd til hvatningarverðlauna ÖBÍ

Ferðamálastofu hefur hlotnast sá heiður að vera tilnefnd til hvatningarverðlauna ÖBÍ fyrir verkefnið Gott aðgengi í ferðaþjónustu.
Gott aðgengi er fræðslu og hvatningarverkefni fyrir ferðaþjónustuaðila og felur í sérsjálfsmat um aðgengi fyrir fatlaða.

Á vef Ferðamálastofu má fræðast um Gott aðgengi í ferðaþjónustu, sjá hér.

Hvatningarverðlaun ÖBÍ eru afhent á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert. Þau eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.

Nánari upplýsingar um verðlaunin og tilnefningar fyrir árið 2022 má sjá hér.