Fara í efni

Ferðaþjónusta í sátt við nærsamfélagið

Ferðaþjónusta í sátt við nærsamfélagið

Þann 29. nóvember kl. 12:30 – 15:00 stendur Laurentic Forum fyrir áhugaverðri örráðstefnu með yfirskriftinni Ferðaþjónusta í sátt við nærsamfélagið / Embedding Tourism as a Trusted Partner in the Community. Ráðstefnunni er skipt upp í tvö stutt erindi og síðan verða pallborðsumræður um hvernig best er að virkja íbúa þar sem m.a. Arnheiður Jóhannsdóttir frá Áfangastaðastofu Norðurlands er þátttakandi.

Nánar um dagskrána og skráning er að finna hér http://laurenticforum.com/

 

Um Laurentic Forum

Laurentic Forum er samstarfsvettvangur á milli Írlands og Kanada (Nýfundnaland og Labrador) sem teygir sig aftur til ársins 2006. Ísland og Noregur bættust í hópinn árið 2021. Áhersla er á strandsamfélög landanna, sjálfbærni þeirra til framtíðar og helstu áskoranir. Megintilgangur verkefnisins er að skiptast á hugmyndum og læra hvert af öðru í gegnum sameiginleg verkefni, fræðslufundi og ráðstefnur. Verkefninu er skipt upp í tvö megin þemu; ferðaþjónustu og bláa hagkerfið. Tengiliðir verkefnisins hér á landi eru Ferðamálastofa annarsvegar og Matís hinsvegar.