Fara í efni

Arðsemi í ferðaþjónustu

Nánari upplýsingar
Titill Arðsemi í ferðaþjónustu
Lýsing

Þessi skýrsla Háskólans á Bifröst var unnin var samkvæmt samningi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Í henni er lögð fram sýn á arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu. Jafnframt eru lagðar fram ábendingar og leiðir til úrbóta til fyrirtækja í greininni sem fengnar eru með viðtölum við forráðamenn fyrirtækja í atvinnugreininni vítt og breytt um landið.

Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlegar mikið undanfarin ár með tilheyrandi fjölgun fyrirtækja og starfsfólks í ferðaþjónustu. Ferðamönnum fjölgaði um 100% frá árinu 2009 (493.000) til 2014 (997.000). Á sama tíma hefur fjárhagsleg staða fyrirtækja í ferðaþjónustu verið að batna.. Gert er ráð fyrir að útflutningstekjur af ferðamönnum haldi áfram að vaxa, úr um 350 milljörðum í ár og yfir 620 milljarða árið 2020.

Valin voru 21 fyrirtækin í úrtak í rannsókn á arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu. Öll fyrirtækin sýndu jákvæð merki í rekstri sínum árin 2012 og 2013. Fyrirtæki í mismunandi greinum ferðaþjónustu voru skoðuð (hótel, ferðaskipuleggjendur, afþreying, veitngarstaðir, farþegaflutningar og bílaleigur). Fyrirtæki sem höfðu starfsemi allt árið í farþegaflutningum, hótelrekstri, bílaleigum og viss fyrirtæki í afþreyingu juku hagnað sinn og arðsemi milli ára. Ekki var hægt að lesa úr ársreikningum að staðsetning og stærð fyrirtækja skipti máli hvað arðsemi snerti.

Þegar innri þættir vorur skoðaðir með viðtölum við forráðamenn fyrirtækjanna kom í ljós að kostnaður, verðlagning, sýnileiki og starfsfólk höfðu einnig áhrif á arðsemi. Þegar ytri þættir voru skoðaðir kom í ljós að gengi gjaldmiðils og stöðuleiki í efnahagsmálum höfðu áhrif á arðsemi. Rannsóknin leiddi í ljós að fyrirtækin þurfa að huga að skýrari markmiðum, faglegri verðlagningu á vöru og þjónustu, meiri starfsemi utan háannatíma, styrkari áætlanagerð, auknum sýnileika vöru og þjónustu á netinu og að nýta betri aðgang að fjármagni til að stækka eða styrkja fjárhagsgrundvöll fyrirtækjanna.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Árni Sverrir Hafsteinsson
Nafn Gunnar Alexander Ólafsson
Nafn Jóhannes B. Pétursson
Nafn Ragnheiður Birgisdóttir
Nafn Lilja G. Guðmundsdótir
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2015
Útgefandi Háskólinn á Bifröst
Leitarorð bifröst, arðsemi, umfang, rekstur, rekstrarumhverfi, ágóði, hagnaður, verðlagning