Skipulag og ferðamál - Hugmyndahefti

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Skipulag og ferðamál - Hugmyndahefti
Lýsing

Hér er sett fram hugmyndahefti um samspil skipulagsmála og ferðamála. Því er ætlað að vekja athygli á ýmsu sem gagnlegt getur verið að huga að við skipulag byggðar og stefnumótun um ferðaþjónustu.

Í skipulagi sveitarfélaga er sett fram stefnumótandi áætlun um nýtingu og verndun lands og hvernig uppbyggingu skuli háttað. Skipulagsáætlanir sveitarfélaga eru því kjörinn vettvangur fyrir stefnumótun um ferðaþjónustu í sátt við umhverfi og samfélag.

Fyrsta hugmynd að þessu hefti kviknaði í kjölfar Ferðamálaþings haustið 2013 sem Ferðamálastofa stóð að í samvinnu við Skipulagsstofnun undir yfirskriftinni „Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu“. Markmið þess var að opna augu og efla skilning á tengslum skipulagsgerðar og ferðaþjónustu.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2015
Útgefandi Skipulagsstofnun
Leitarorð skipulag, skipulagsmál, skipulagsgerð, skipulagsstofnun, ferðamannastaðir, ferðamannastaður, deiliskipulag, aðalskipulag, svæðisskipulag, landsskipulag, nýting, verndun, uppbygging, stefnumótun