Fara í efni

Skipulag og ferðamál - Hugmyndahefti

Nánari upplýsingar
Titill Skipulag og ferðamál - Hugmyndahefti
Lýsing

Hér er sett fram hugmyndahefti um samspil skipulagsmála og ferðamála. Því er ætlað að vekja athygli á ýmsu sem gagnlegt getur verið að huga að við skipulag byggðar og stefnumótun um ferðaþjónustu.

Í skipulagi sveitarfélaga er sett fram stefnumótandi áætlun um nýtingu og verndun lands og hvernig uppbyggingu skuli háttað. Skipulagsáætlanir sveitarfélaga eru því kjörinn vettvangur fyrir stefnumótun um ferðaþjónustu í sátt við umhverfi og samfélag.

Fyrsta hugmynd að þessu hefti kviknaði í kjölfar Ferðamálaþings haustið 2013 sem Ferðamálastofa stóð að í samvinnu við Skipulagsstofnun undir yfirskriftinni „Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu“. Markmið þess var að opna augu og efla skilning á tengslum skipulagsgerðar og ferðaþjónustu.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2015
Útgefandi Skipulagsstofnun
Leitarorð skipulag, skipulagsmál, skipulagsgerð, skipulagsstofnun, ferðamannastaðir, ferðamannastaður, deiliskipulag, aðalskipulag, svæðisskipulag, landsskipulag, nýting, verndun, uppbygging, stefnumótun