Viðhorfsrannsókn um Ísland

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Viðhorfsrannsókn um Ísland
Lýsing Ferðamálastofa og Útflutningsráð Íslands fengu ParX Viðskiptaráðgjöf IBM til að rannsaka viðhorf almennings til Íslands í þremur löndum; Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku. Í samantekt kemur m.a. fram að Ísland er sem fyrr helst tengt við náttúru (t.a.m. ís, hveri og eldfjöll), þó staða þjóðabús (fjármálakreppa og bankahrun) sé einnig ofarlega í huga almennings í Danmörku, Bretlandi og Þýskalandi. Viðhorf til Íslands í löndunum þremur hefur á heildina litið versnað; flestir (66-84%) telja þó viðhorf sitt óbreytt frá því fyrir 12 mánuðum. Alls nefna 7-21% að viðhorfið hafi versnað, hlutfallslega flestir í Bretlandi, en fæstir í Þýskalandi. Helsta ástæða þess að viðhorfið hefur versnað er efnahagsástandið. Viðhorf til Íslendinga er jákvætt í löndunum þremur. Viðhorf til Íslands sem áfangastaðar er óbreytt frá því 2007 í Bretlandi og Þýskalandi. Þeir sem hafa sótt landið heim og hafa hug á því eru almennt jákvæðari en aðrir.
Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Ímynd og markaðsmál
Útgáfuár 2009
Útgefandi Útflutningsráð og Ferðamálastofa
Leitarorð Viðhorf, ímynd, könnun, viðhorfskönnun, rannsókn, Damörk, Þýskaland, Bretland, Ferðamálastofa, Útflutningsráð, fjármálakreppa, bankahrun