Merking gönguleiða

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Merking gönguleiða
Lýsing Hér er um að ræða leiðbeiningarrit þar sem saman eru teknar upplýsingar um frágang og umbúnað á ferðamannastöðum, gerð er grein fyrir framkvæmdaröð og kvöðum af hálfu opinberra stofnana og hvert beri að snúa sér með fyrirspurnir. Helstu áherslur í bæklingi þessum eru í fyrsta lagi varðandi framkvæmd merkinga á gönguleiðum, gerð þeirra og efnisval, í öðru lagi hvaða upplýsingar þær eiga að veita, og að lokum hver ábyrgð umsjónaraðila er. Meginefnið er fengið með úttekt á fullbúnum framkvæmdum, mati á notagildi þeirra og notkunarsviði, einnig eru skýringar í máli og myndum. Gefin eru dæmi um hönnunarlausnir, efnisnotkun og kostnaðaráætlanir. Vinna, verkfæri og magntölur eru hinsvegar atriði sem þróast og eru mjög breytileg eftir aðstæðum, hér verður þó aðeins tæpt á því. Teikningar og skýringamyndir eru ætlaðar til viðmiðunar, þær eru þess vegna töluvert stílfærðar og lítið málsettar. Þessar upplýsingar eiga alls ekki að koma í stað fullrar hönnunar og skipulags á ferðamannastöðum, heldu
Hlekkur /static/files/upload/files/Merkingar_gonguleida%281%29.pdf
Höfundar
Nafn Valur Þór Hilmarsson
Flokkun
Flokkur Fræðslurit og handbækur
Útgáfuár 2000
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð fræðslurit, gönguleið, merking, merking gönguleiða, stikun, stikur, gönguferðir, gönguleiðir