Fara í efni

Ferðalög Íslendinga 2021 og ferðaáform þeirra 2022

Nánari upplýsingar
Titill Ferðalög Íslendinga 2021 og ferðaáform þeirra 2022
Lýsing

Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2021 og ferðaáform á árinu 2022. Könnunin var gerð dagana 1. til 22. febrúar og var framkvæmdin í höndum Gallup. Sambærileg könnun hefur verið framkvæmd á vegum Ferðamálastofu í rúman áratug, eða frá árinu 2010.

Helstu niðurstöður 

  • Ferðalög erlendis
    • 37% landsmanna ferðuðust til útlanda árið 2021, ívið fleiri en árið 2020 en þá ferðaðist tæplega fjórðungur landsmanna utan. Til samanburðar þá ferðuðust 80% til útlanda árið 2019.
    • Þeir sem ferðuðust utan árið 2021 fóru að jafnaði 1,8 ferð, aðeins fleiri en 2020 og tæplega einni ferð skemur en 2019.
    • Meðalfjöldi gistinótta var 16,2 nætur ár síðasta ári, tæplega hálfri gistinótt lengur en árið 2020 en tæpum þremur nóttum skemur en árið 2019. 
  • Ferðalög innanlands
    • 84% landsmanna ferðuðust innanlands á síðasta ári, álíka hátt hlutfall og kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt síðustu ár.
    • Farnar voru að jafnaði 6,5 ferðir, álíka margar og árið 2019 en nærri einni ferð fleiri en árið 2020.
    • Um 17,1 gistinótt var varið á ferðalögum innanlands á síðasta ári en gistinætur hafa ekki mælst svo margar áður.
    • Um 76% ferðuðust innanlands í júlí í fyrra.  
    • Farnar voru að jafnaði 6,2 dagsferðir og hafa þær ekki mælst svo margar frá því mælingar hófust árið 2011.

ferðagjöf 2021

  • Ferðagjöf stjórnvalda

Nærri níu af hverjum tíu landsmönnum nýttu ferðagjöf stjórnvalda árið 2021, mun fleiri en árinu áður en þá nýttu 63% landsmanna ferðagjöfina sína. Um átta af hverjum tíu nýttu ferðagjöfina sjálfir og nærri einn af hverjum tíu gaf hana áfram. Af þeim sem nýttu ferðagjöfina sjálfir árið 2021, nýttu 46% hana á ferðalagi um landið, um 41% í heimabyggð og um 13% bæði í heimabyggð og á ferðalagi um landið. Sjá má skiptinguna á myndritinu hér til hliðar.

  • Fyrirhuguð ferðalög
    • Ríflega fjórðungur landsmanna hefur í hyggju að ferðast meira innanlands í ár en í fyrra, um þrír af hverjum fimm svipað og um 15% minna.
    • Ríflega helmingur hefur áform um að fara í utanlandsferð í ár. Um þriðjungur ætlar í sólarlandaferð eða borgarferð.  
  • Meðmælaskor (NPS) landsmanna fyrir ferðalög innanlands mældist 27 stig í ársbyrjun 2022, aðeins lægra en síðustu tvö ár. Um er að ræða kvarða á bilinu 1-10 þar sem spurt er hversu líklegt eða ólíklegt sé að fólk muni mæla með ferðalögum innanlands.

Skýrslan í heild

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2022
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN 978-9935-522-19-1
Leitarorð ferðavenjur, ferðaáform, ferðir 2020, ferðalög, ferðalag, ferðalög íslendinga, innanlands, innanlandskönnun, ferðahegðun, sumar, sumarfrí