Skipulag, hönnun og undirbúningur ferðamannastaða

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samstarfi við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Byggðaráætlun, gengst fyrir námskeiðið sem er ætlað þeim sem koma að skipulagi, hönnun, framkvæmdum og umsjón ferðamannastaða, t.a.m. fulltrúum sveitarfélaga, landeigendum, verktökum og áhugamannafélögum.

Fjallað er um þá skipulags- og undirbúningsvinnu sem þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast, meðal annars skráningar menningarminja (fornleifar og hús), leyfisveitingar, öryggismál, fjármögnun sem og skipulags- og hönnunarferli frá hugmynd til veruleika með það fyrir augum að innviðauppbygging byggist á fagmennsku og vönduðum undirbúningi svo hún hafi ekki í för með sér röskun á náttúru og menningarminjum. Sérstök áhersla er á sjálfbærni m.t.t. efnistöku, hönnunar, framkvæmdar og viðhalds.

Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að hafa öðlast yfirsýn og skilning á ólíkum þáttum skipulags- og hönnunarvinnu sem er undanfari framkvæmda á áfangastöðum í náttúrunni.

Tími: Fös. 21. febrúar, kl. 10:00-16:00 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík.

Nánari upplýsingar og skráning