Fara í efni

Þjóðernasamsetning erlendra farþega í október

Þjóðernasamsetning erlendra farþega í október

Ferðaþjónustan heldur áfram að sýna batarmerki frá því að landamærin voru opnuð fyrr á árinu. Fjöldi brottfararfluga í nýliðnum október er 70% af þvi sem það var í sama mánuði 2019. Flugum hefur farið fjölgandi og er líklegt að með opnun á ferðamenn til Bandaríkjanna haldi sú þróun áfram í vetur.

 

 

 

Þjóðernasamsetning erlendra farþega 

Hlutfallsskipting gefur til kynna að brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í október hafi verið um 72,3% af heildarbrottförum. 

Bandaríkjamenn flestir

Bandaríkjamenn voru tæplega þriðjungur erlendra brottfara. Um einn af hverjum tíu voru Bretar og og tæplega einn af hverjum tíu Þjóðverjar. Í fjórða sæti komu brottfarir Dana (5,3%) og Pólverja (5,2%). 

Hér til hliðar má sjá yfirlit yfir hlutfallsskiptingu tíu stærstu þjóðerna en samtals voru brottfarir þeirra 79,4%.  

Ítarlegri tölfræði verður birt á vefsíðu Ferðamálastofu 10. nóvember þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfara frá Íslandi í otkóber.