Fara í efni

Hjólum til framtíðar 2017

 Árleg ráðstefna Landssamtaka hjolreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi, Hjólum til framtíðar, verður haldin 22. september 2017 í Bæjarbíói í Hafnarfirði og yfirskriftin er "Ánægja og öryggi".

Í ár byrjum við daginn við Bakarameistarann í Suðurveri kl. 9 og hjólum þaðan samferða um Hamraborg, 9.20, og svo áfram eftir rauðu lykilleiðinni alla leið í Hafnarfjörð. Þar fáum við góðan morgunverð og setjum ráðstefnuna sjálfa kl. 10.

Nánari upplýsingar um dagskrá má sjá á vefnum www.lhm.is, þar sem einnig eru upplýsingar um aðra viðburði í tengslum við ráðstefnuna. Reikningar vegna ráðstefnugjaldanna verða gefnir út á kennitölu greiðanda, með kröfu í heimabanka og heimsendingu með landpósti.

Ráðstefnan verður að mestu einnig send út á Netinu á slóðinni hér að neðan:
https://global.gotomeeting.com/join/403155837

Þeir sem ekki hafa áður fylgst með útsendingu í gegnum Gotomeeting-fjarfundabúnað geta undirbúið sig með því að fara inn á slóðina hér að neðan.
https://care.citrixonline.com/g2m/getready og eru þá fljótari að tengjast þegar ráðstefnan sjálf hefst.

Hvar: Hafnarfirði, nánar síðar + hjólað frá Suðurveri kl. 9
Hvenær: 22. september 2017, klukkan 10 (í Hafnarfirði) til 16

Tengiliður: Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða hjolafaerni@hjolafaerni.is