Arctic Tourism in Times of Change: Seasonality

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Arctic Tourism in Times of Change: Seasonality
Lýsing

Í skýrslunni eru settar fram tillögur að því hvernig megi þróa hagfellda og sjálfbæra ferðaþjónustu á norðurslóðum. Sem dæmi er lagt til að skipulag og stefnumótun byggi á samhengi og þörf þeirra samfélaga þar sem ferðaþjónusta á sér stað, að tryggja staðbundið eignarhald og yfirráð auðlinda ferðaþjónustunnar, að leita leiða til að gera störf í ferðaþjónustu tryggari, að efla fræðslu til ferðamanna um lífshætti fólks á norðurslóðum og styrkja sjálfbærar samgöngur.

Skýrslan er afrakstur þriggja ára verkefnis, Partnership for Sustainability: Arctic Tourism in Times of Change sem miðar að því að efla sjálfbærni í ferðaþjónustu á norðurslóðum. Verkefnið er styrkt af Samstarfsáætlun um norðurslóðir á vegum Norræna ráðherraráðsins 2018-2021.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2019
Útgefandi Norræna ráðherranefndin
Leitarorð norðurlönd, norðurslóðir, sjálfbærni, árstíðasveifla