Hvernig má bæta upplifun erlendra ferðamanna á Íslandi? Greining á niðurstöðum landamærakönnunar

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Hvernig má bæta upplifun erlendra ferðamanna á Íslandi? Greining á niðurstöðum landamærakönnunar
Lýsing

Í þessari skýrslu má kynna sér greiningu á svörum erlendra ferðamanna við spurningunni um hvað megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu úr könnun Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna árið 2019.

Frekari greining á svörum við opnum spurningum í könnuninni 2019 hefur að markmiði að varpa ljósi á sköpun einstakrar upplifunar hjá ferðamönnum. Svörin voru greind með hliðsjón af eftirfarandi spurningum:

,,Hvernig stuðla náttúra, menning og afþreying að upplifun ferðamanna"?
,,Hvernig getur íslensk ferðaþjónusta bætt upplifun ferðamanna með tilliti til fagmennsku, gæða og öryggis“?

Sambærileg skýrsla kom út á síðasta ári sem byggir á niðurstöðum þeirra ferðamanna sem heimsóttu landið árið 2018. Í skýrslunni má sjá samhliða niðurstöðum greiningarinnar vísun í fjölmargar beinar tilvitnanir í ummæli þeirra ferðamanna sem svöruðu könnuninni.

Hlekkur https://www.ferdamalastofa.is/static/files/konnun2019/elva-heild.pdf
Höfundar
Nafn Elva Dögg Pálsdóttir
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2020
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN 978-9935-9541-6-9
Leitarorð landamærakönnun, ferðamálastofa, könnun, kannanir, viðhorf, verð, verðlag, upplifun, gæði, öryggi, viðmót