28.01.2020
Í ljósi fregna af takmörkun á ferðalögum Kínverja er eðlilegt að spurningar vakni um áhrif þess á íslenska ferðaþjónustu. Þess ber að geta að Ferðamálastofa fylgist vel með framvindu kórónaveirunnar og er í nánu sambandi við sóttvarnalækni varðandi upplýsingar sem miðla þarf áfram til ferðaþjónustunnar.
Lesa meira
27.01.2020
Ferðamálastofa hefur sent út upplýsingar frá sóttvarnalækni vegna útbreiðslu kórónaveiru. Því er sérstaklega beint til gististaða og hópferðaaðila að prenta upplýsingarnar út og hengja upp í móttöku. Tilkynningin er á íslensku, ensku og kínversku. Einnig fylgja tenglar á leiðbeiningar til starfsfólks í framlínu á 4 tungumálum.
Lesa meira
27.01.2020
Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Lokafrestur til að skila umsókn er 25. febrúar 2020. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira
23.01.2020
Efni og upptökur frá fjölsóttum fundi í gær um móttöku ferðafólks frá Kína er nú hægt að nálgast hér á vefnum. Ferðamálastofa, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Íslandsstofa og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið stóðu fyrir fundinum.
Lesa meira
21.01.2020
Fjölmennt var á hádegisfyrirlestri Ferðamálastofu í dag þar sem kynnt var nýleg greining Ferðamálastofu á rekstri og efnahag ferðaþjónustugreina til 2018, leitast við að varpa ljósi á þróun helstu áhrifavalda á umfang og arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu á nýliðnu ári og rætt um horfurnar um þá á nýhöfnu ferðaári. Jóhann Viðar Ívarsson vann greininguna og kynnti helstu niðurstöður á fundinum.
Lesa meira
20.01.2020
Vegna mikillar þátttöku hefur verið ákveðið að færa fræðslufundinn „Hvernig tökum við á móti ferðamönnum frá Kína?“ miðvikudaginn 22. janúar yfir á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig. Tímasetning er óbreytt, þ.e. kl. 9-11.
Lesa meira
17.01.2020
Í kjölfar frétta af farþegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers sem lentu í hrakningum í vélsleðaferð þann 7. janúar sl. óskaði Ferðamálastofa eftir gildandi öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á tilurð atviksins.
Lesa meira
13.01.2020
Í beinu framhaldi af fræðslufundi um móttöku ferðamanna frá Kína þann 22. janúar næstkomandi, boða Ferðamálastofa og Íslandsstofa til námskeiðs um hvernig best er að taka á móti og þjónusta ferðamenn frá Kína.
Lesa meira
13.01.2020
Ferðamálastofa býður í samvinnu við Vestfjarðastofu upp á námskeið í stafrænni markaðssetningu sem ætlað er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Farið verður í helstu atriði stafrænnar þróunnar og markaðssetningar ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem bókunarsíður (Booking og Expedia t.d.), Google, samfélagsmiðla og heimasíður, leitarvélabestun og gerð markaðsáætlana.
Lesa meira
13.01.2020
Ferðamálastofa býður í samvinnu við Austurbrú upp á námskeið í stafrænni markaðssetningu sem ætlað er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Farið verður í helstu atriði stafrænnar þróunnar og markaðssetningar ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem bókunarsíður (Booking og Expedia t.d.), Google, samfélagsmiðla og heimasíður, leitarvélabestun og gerð markaðsáætlana.
Lesa meira