Fara í efni

Arnar Már tekur sæti í framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs Evrópu -ETC

Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs Evrópu -ETC. Ferðamálastofa hefur í yfir 50 ár verið aðili að Ferðamálaráði Evrópu fyrir Íslands hönd. Samtökin voru stofnuð árið 1948 og innan þeirra eru nú ferðamálastofur 35 Evrópulanda, auk þess sem ýmis stór fyrirtæki og stofnanir eiga aukaaðild.

Kjarnaverkefni ETC eru á þremur sviðum.

  • Markaðssetning á fjærmörkuðum
  • Rannsóknir og kannanir
  • Málsvörn og tengslamyndun

Tvö hin fyrri hafa lengi verið meðal megin verkena ETC en það síðasta hefur fengið aukið vægi á síðustu árum með áherslu á að auka vitund og skilning meðal bæði stjórnvalda og almennings í Evrópu á mikilvægi ferðaþjónustu, hvetja til aukins samstarfs og ryðja úr vegi hindrunum fyrir þróun greinarinnar.

Ísland hefur sem fyrr segir verið aðili að ETC í áratugi og notið þess með margvíslegum hætti. Má þar t.d. nefna aðild og aðgengi að þeim viðamiklu rannsóknum og könnunum sem ETC stendur að, bæði innan Evrópu og á fjærmörkuðum, en umfang og kostnaður vegna þeirra er langt umfram það sem Ísland eitt hefur bolmagn til að gera.

Vefur ETC: https://etc-corporate.org/