Fara í efni

Starf sérfræðings á Rannsókna- og tölfræðisviði

Ferðamálastofa óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á rannsókna- og tölfræðisviði á starfsstöð stofnunarinnar í Reykjavík. Ráðið er í starfið til eins árs.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér gagnavinnslu, túlkun og miðlun tölfræði og annarra upplýsinga um ferðaþjónustu á vef Ferðamálastofu, s.s. í mælaborði ferðaþjónustunnar. Meðal verkefna er utanumhald og þróun gagnagrunns ferðaþjónustunnar. Einnig felur starfið í sér umsjón með talningarbúnaði á áfangastöðum víðsvegar um landið.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði- eða raungreinar.
  • Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu og færni í meðferð og úrvinnslu gagna, þekkingu á gagnagrunnum og tölfræðilegri greiningu.
  • Reynsla og þekking á eftirfarandi hugbúnað og forritunarmál: PowerBI, Python, SQL og Azure.
  • Fagmennska, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Rík hæfni í mannlegum samskiptum og hugarfar grósku.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í tali og riti.
  • Reynsla og þekking á sviði ferðaþjónustu er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar nk. Með umsóknum skulu fylgja ítarlegar ferilskrár og kynningarbréf með rökstuðningi um hvernig viðkomandi uppfylli hæfniskröfur fyrir starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Við ákvörðun um ráðningu verður, auk framangreindra hæfnisviðmiða, tekið mið af frammistöðu í starfsviðtali og umsagna sem aflað er.

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um starfið, óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Ferðamálastofa er ríkisstofnun sem heyrir undir yfirstjórn menningar,- viðskipta- og ferðamálaráðherra. Stofnunin fer með stjórnsýslu ferðamála.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 05.02.2024

Nánari upplýsingar veitir

Elín Gróa Karlsdóttir, elin.groa.karlsdottir@ferdamalastofa.is

Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, Heidrun.erika.gudmundsdottir@ferdamalastofa.is

Sækja um starf

Mynd: Alexander Milo á Unsplash