Fréttir

Örfáir punktar - mars 2000

Flokkun gististaðaÓskað hefur verið eftir flokkun á um 60% gistirýmis á Íslandi í fyrstu umferð og virðist stefna í að strax í haust verði allt að 2/3 alls gistirýmis á Íslandi gæðaflokkað þegar flokkunin tekur gildi. Skrifstofa í ParísSkrifstofan hefur nú verið "prufukeyrð" í nokkrar vikur og mikil starfsemi ekki síst nú á mesta ferðasýningartímanum. Þemafundur80-90 manns sóttu fyrsta þemafund Ferðamálaráðs á árinu,sem haldinn var 15. febrúar.Umræðuefnið var kannanir í ferðaþjónustu og notkun niðurstaðna.Framsögu fluttu fulltrúar fyritækja úr gistiþættinum, flutningaþættinum og afþreyingarþættinum auk fulltrúa Ferðamálaráðs.Miklar umræður urðu um málefnið og er nú unnið úr þeim ábendingum sem fram komu.Í samræmi við samþykktir ráðsins verður næsti þemafundur í vor og fjallað um öryggismál. GagnagrunnurinnUnnið er að gerð hugbúnaðarins ( útboð) fyrir grunninn sjálfan.Næst verður gengið frá samningum við þá sem setja gögn í grunninn. RannsóknirEins og áður hefur komið fram var unnin aðferðarfræði á síðasta ári við að meta þolmörk ferðamannastaða. Til þess fékkst stuðningur Rannís.Aðferðinni verður beitt á níu stöðum á landinu og byrjað í Skaftafelli, Lónsöræfum og í Landmannalaugum á þessu ári.Þá er nú unnið að gerð tölvulíkans til rannsókna á rekstrarforsendum fyrirtækja í ferðaþjónustu.Þannig að unnið verður á árinu að rannsóknum sem snerta umhverfismál og rekstrarskilyrði auk þess sem undirbúningur er hafinn vegna fleiri verkefna. MarkaðsverkefniUnnið er í samræmi við samþykkta fjárhags- og verkefnaáætlun Markaðsráðsins.Þá hefur verið dreift mjög miklu af grunnkynningarefni; myndböndum, CD-diskum,bæklingum o.fl.Þá hafa heimsóknir á Íslandsvefinn stóraukist og er allt kapp lagt á að uppfæra hann á sama hátt og innlenda vefinn þannig að í raun séum við að gefa út " nýjan bækling vikulega"Svörun fyrirspurna á öllum skrifstofum ráðsins er mikil og sérstaklega vaxandi í rafrænu formi. FerðasýningarNú í mars ná ferðasýningar hámarki og erum við með starfsfólk okkar á stórum sýningum í París, Berlín, Miami, Gautaborg og London.Sem dæmi um umfangið þá eru rúmlega 40 viðverudagar okkar starfsfólks á umræddum fimm sýningum. Vest Norden kynningDagana 6-9 mars tökum við þátt í sameiginlegu verkefni í Danmörku á vegum Vestnorden ferðamálaráðsins. Markaðsstjórasr landanna og fulltrúar flutningsaðilanna halda "námsstefnu" (seminar) fyrir sölufólk ferðaskrifstofa í Danmörku.Gert var sérstakt "kennsluefni" fyrir hvert landanna og það notað við kynninguna. Vestnorden KaupstefnanGert hefur verið samkomulag við Ferðaskrifstofu Íslands um framkvæmd sýningarinnar sem verður í Reykjavík 13-15 september og er nú haldin í 15. sinn. Innlend kynningGert hefur verið samkomulag við Morgunblaðið og Rás 2 vegna framkvæmdar kynningarinnar á þessu ári.Þá er bæklingur til dreifingar á hvert heimili landsins í vinnslu og verður dreift í maí. UmhverfisverkefniUnnið er samkvæmt þeirri samþykkt sem gerð var í ráðinu í desember og verður unnið alls fyrir rúmlega 30 milljónir króna á árinu. Nýtt vefútlitSamskiptavefurinn ferdamalarad.is hefur tekið miklum breytingum og er nú meira nýttur sem "fréttabréf" ráðsins fyrir greinina og er þar komið á framfæri því sem efst er á baugi hverju sinni hjá ráðinu.Þá er þar markaðsáætlun og öll markaðsverkefni svo aðilar geti fylgst með áherslum Markaðsráðsins og hvernig verkefnum miðar. Hefðbundin verkefniAuk þessa sem hér hefur verið nefnt eru eðlilega í gangi hefðbundin verkefni þessarar árstíðar.Má þar nefna söfnun og dreifingu upplýsinga,sem nú hefur breyst verulega þar sem vefnum er nú breytt nær daglega eins og bent var á hér að framan en prentaðar upplýsingar gefnar út í bæklingum og handbókum þrisvar á ári.Svörun fyrirspurna, sem sífellt aukast í samræmi við breytingar í ferðamynstrinu þ.e. auknum einstaklingsferðum og auknu vægi vetrarferða. Þá er gífurlega mikið leitað til okkar vegna alls konar upplýsinga um ferðaþjónustu. Er þar bæði um að ræða innlendar og erlendar stofnanir svo og í vaxandi mæli námsfólk. Fer stöðugt meiri og meiri tími í að sinna þessum þætti.Þá er þetta tími uppgjörs og frágangs bókhalds en þetta krefst vaxandi vinnu bæði vegna aukins umfangs og einnig vegna aukinna krafna stjórnvalda um almennt aukna pappírsvinnu í þessum þætti. M.O. mar. 2000.  
Lesa meira

Upplýsingavinnsla ferðamennsku

Gagnabanki ferðaþjónustunnar Háskólinn á Akureyri og Ferðamálaráð Íslands hafa gert með sér samning um uppsetningu og rekstur gagnabanka fyrir ferðaþjónustu. Um er að ræða gagnabanka sem mun vista talnagögn, skýrslur, rannsóknir og ritgerðir um ferðamál og ferðaþjónustu. Sú leið var valin að bjóða verkið út með lokuðu útboði og hafa nokkrir aðilar verið valdir til þess. Vandinn sem gagnabankinn á að leysa er sá að gögn um ferðaþjónustu og ferðamál eru dreifð og misaðgengileg. Með gagnabanka sem er aðgengilegur á veraldarvefnum er ætlunin að notendur hafi góða yfirsýn yfir þau gögn sem til eru um ferðamál og aðgengi að upplýsingum sé auðvelt. Því verður lögð áhersla á notendavænt viðmót, hraða og skýrleika leiðbeininga. Notendur upplýsinganna eru nemendur, fræðimenn, ferðaþjónustuaðilar, opinberar stofnanir og almenningur sem notar gögn og upplýsingar um ferðamál til fræðistarfa, skipulags, kennslu og hverra þeirra verkefna er krefjast heimilda og upplýsinga um ferðaþjónustu og ferðamál. Gagnagrunnurinn verður vistaður á vefþjóni Háskólans á Akureyri og verður uppfærður þar. Ráðinn verður starfskraftur til að uppfæra gögn í gagnagrunninn og sinna verkefninu af hálfu eigenda. Starfssvið þess starfskrafts er að slá inn gögn, svara fyrirspurnum og sinna verkefninu þannig að ekki verði tafir eða misfellur við afgreiðslu fyrirspurna og miðlun gagna. Samningur verður gerður við hvern og einn aðila sem leggur til gögn í grunninn. Efni þess samnings er í grófum dráttum það að eignarhald gagnanna breytist ekki og í honum er kveðið á um meðferð gagnanna. Gagnagrunnurinn kaupir ekki gögn heldur selur þau í umboðssölu. Þannig er um miðlun gagna að ræða ýmist gegn gjaldi eða án endurgjalds eftir eðli gagnanna. Hagsmunir ferðamennsku norðan Vatnajökuls Vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda á hálendinu norðan Vatnajökuls þótti Ferðamálaráði nauðsynlegt að kanna hvort hagsmunum ferðamennsku væri fórnað og hvort hægt væri að svara því með einhverjum hætti í hverju hagsmunir ferðamennsku fælust á þessu svæði. Ferðamálaráð hefur því látið vinna skýrslu um hagsmuni ferðamennsku norðan Vatnajökuls. Skýrsluna unnu Anna Dóra Sæþórsdóttir, Birgir Jónsson og Björn Sigurjónsson. Skýrslan er nú til yfirlestrar og má vænta þess að hún líti dagsins ljós innan nokkurra vikna. Björn Margeir Sigurjónsson, mars 2000.  
Lesa meira

Punktar úr starfi FMR - Jan. 2000

Fjárlög fyrir árið 2000Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2000 urðu nokkrar breytingar á fjárframlögum til ferðamála miðað við árið 1999.Eftirtaldar eru þær helstu:Framlög til úrbóta á fjölsóttum ferðamannastöðum hækkuðu úr 14,8 millj. í 35,8 millj. eða um kr. 21 millj.Framlag til upplýsingamiðlunar á landsbyggðinni hækkaði úr 5 millj. í 10 millj. eða um kr. 5 millj.Veitt var kr. 5 millj. til rannsókna, sem er nýr liður.Fjármagn til verkefna Ferðamálaráðs skv. 8. gr. laga um skipulag ferðamála hækkaði úr 68 millj. í 78 millj. eða um kr. 10 millj.Fjárveiting til markaðsráðsins hækkaðu úr kr. 30 millj í kr. 50 millj eða um kr. 20 millj.Ný fjárveiting er til kyninngar- og markaðsverkefnisins í N-Ameríku, sem gengur undir heitinu Iceland Naturally. Fjárveitingin er kr. 49 millj.Ýmsar aðrar breytingar urðu á einstökum liðum og er alls um að ræða aukningu til verkefna Ferðamálaráðs Íslands og sérstakra markaðsverkefna í ferðamálum um kr. 114,2 milljónir miðað við fjárlög síðasta árs. Flokkun gististaðaÍ dag ( 10. jan ) hafa alls 48 gististaðir óskað eftir flokkun.13 þeirra eru í Reykjavík en 35 utan. Hlutfall gistingar af heildargistirými í landinu sem nú hefur verið samið um flokkun á er verulega meira en hlutfallið í fjölda gististaðanna þar sem stærstu gististaðir landsins hafa gert samning um flokkun.Flokkunin sjálf er nú hafin. Skrifstofa í ParísEins og ráðsmönnum er kunnugt var Guðrún Kristinsdóttir ráðin sem forstöðumaður í París. Hún hefur hafið störf og vinnur nú að opnun skrifstofunnar og skipulagningu markaðs- og kynningarstarfsins í Frakklandi. Niðurstöður kannanaNiðurstöðum úr könnun Ferðamálaráðs frá síðastliðnu sumri hefur nú verið dreift.Auk hefðbundinnar könnunar var nokkuð um það nú að keyptar væru sértækar spurninga, bæði einstök fyrirtæki og samtök.Nú er að ljúka því fjögurra ára tímabili samanburðarkannana sem ákveðið var að gera árið 1996. Því þarf á næstu mánuðum að taka ákvörðun um hvort framhald verði á og þá hvers konar framhald. Íslandsbæklingur 2000 fyrir N-AmeríkuNú í desember kom út sérbæklingur Ferðamálaráðs fyrir N-Ameríku.Er sá bæklingur að ýmsu leyti frábrugðinn hinum almenna bæklingi okkar og sniðinn að þessum markaði sérstaklega.Upplag er 75.000 eintök. Nýtt samstarfsverkefni með Færeyingum og Grænlendingum?Á fundi í ferðamálaráði Vestnorden nú í haust var ákveðið að boða til fundar aðila frá löndunum þremur þar sem kynnt væri hvað hvert landanna væri að gera á sviði kannana og rannsókna.Kannað yrði hvort einhver þau verkefni væru hugsanleg á þessu sviði, sem löndin gætu átt samstarf um og þá leitað eftir fjármagni til.Þessi fundur verður nú 21. janúar í Reykjavík. Frekari kynning á notkun kannanaÁ fundi í ferðamálaráði í haust var samþykkt að efna til fundar með ferðaþjónustuaðilum eftir áramót, þar sem kynnt yrði frekar en áður hvernig hægt er að nýta niðurstöður kannana í markaðsmálum og einnig í þjónustuþættinum.Þessi fundur verður haldinn 15. febrúar. Aukin þátttaka í fjölþjóðlegu starfiNú fyrir skömmu var kjörin ný stjórn fyrir starfsemi Ferðamálaráðs Evrópu (ETC) í Bandaríkjunum. Fulltrúar landanna 29 í Bandaríkjunum kusu Einar Gustavsson sem formann. Er það í fyrsta sinn sem Íslendingur stýrir starfsemi ETC í Bandaríkjunum.Eins og áður hefur komið fram förum við nú með formennsku í Ferðamálaráði Vestnorden og á árinu tökum við í fyrsta sinn við formennsku í Ferðamálaráði Norðurlanda og þá m.a. einnig í hlutafélaginu Scandinavian Tourism Inc. í Bandaríkjunum, sem sér um sameiginlega starfsemi okkar þar. Þá hefur undirritaður setið í framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs Evrópu frá síðasta vori. Hefðbundin verkefni Auk þessa sem hér hefur verið nefnt eru eðlilega í gangi hefðbundin verkefni þessarar árstíðar. Má þar nefna söfnun og dreifingu upplýsinga,sem nú hefur breyst verulega þar sem vefnum er nú breytt nær daglega, en prentaðar upplýsingar gefnar út í bæklingum og handbókum þrisvar á ári.Svörun fyrirspurna, sem sífellt aukast í samræmi við breytingar í ferðamynstrinu þ.e. auknum einstaklingsferðum og auknu vægi vetrarferða.Sýningarþátttaka á næstu mánuðum er meiri en áður. Þá er gífurlega mikið leitað til okkar vegna alls konar upplýsinga um ferðaþjónustu. Er þar bæði um að ræða innlendar og erlendar stofnanir svo og í vaxandi mæli námsfólk. Fer stöðugt meiri og meiri tími í að sinna þessum þætti.Þá er þetta tími uppgjörs og frágangs fjárhagsáætlunar. Unnið er undirbúningi vegna úrbóta á fjölsóttum ferðamannastöðum, sem verða á þessu ári meiri en nokkru sinni fyrr. MO, jan 2000  
Lesa meira