Fréttir

Ferðamálasetur Íslands

Ferðamálasetur Íslands,  hefur verið sett á laggirnar á Akureyri. Að því standa Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri.   Hlutverk setursins, sem verður í tengslum við rekstrardeild HA, verður að stunda rannsóknir á sviði ferðaþjónustu. Arnar Már Ólafsson ferðamálafræðingur arnar@unak.is hefur verið ráðinn forstöðumaður setursins. Framlag Háskólans á Akureyri til setursins verður 1 milljón króna á ári auk þess sem hann leggur til húsnæðið, en Háskóli Íslands mun leggja til tvær milljónir. Þessar þrjár milljónir eru þó aðeins grunnurinn því leitað verður eftir samstarfi við ýmsar stofnanir og samtök sem hafa beina hagsmuni af auknum rannsóknum á sviði ferðaþjónustu. Dagur - júní 2000.  
Lesa meira