Fara í efni

Útgreiðslur

Ferðatryggingasjóður endurgreiðir ferðamanni þær greiðslur sem hann hefur innt af hendi vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar, sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning, óháð fjárhæð tryggingar sem viðkomandi seljandi lagði fram, komi til ógjaldfærni eða gjaldþrots seljanda eða ef leyfi hans er fellt niður vegna vanefnda á lögbundnum skyldum. Ef farþegaflutningur er hluti pakkaferðar annast sjóðurinn heimflutning ef við á. Ef kostur er skal ferðamanni gert kleift að ljúka pakkaferð, sem þegar er hafin, í samræmi við upphaflegan samning.

Komi til gjaldþrots seljanda nýtur krafa sjóðsins, sem ekki hefur fengist greidd að fullu af tryggingu seljanda, rétthæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o. fl., nr. 21/1991, við gjaldþrotaskiptin.