Iðgjöld
Aðilar að sjóðnum greiða árlega iðgjald í sjóðinn. Iðgjaldið getur verið á bilinu 2,5–10% af fjárhæð tryggingar.
Stjórn sjóðsins ákveður fyrir 1. júlí ár hvert hlutfall iðgjalds er og er gjalddagi iðgjaldsins 1. september ár hvert. Greidd iðgjöld teljast til eigin fjár sjóðsins og eru óendurkræf.
Iðgjjaldsprósentu hvers árs frá því Ferðatryggingasjóði var komið á, ásamt bókunum stjórnar sjóðsins um iðgjaldsákvarðanir, má sjá hér að neðan:
2025
Stjórn Ferðatryggingasjóðs ákvarðaði iðgjald ársins 2025 2,5% með eftirfarandi bókun;
Með hliðsjón af því að ekki hafi komið til greiðslna úr Ferðatryggingasjóði síðastliðin tvö ár þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir kröfum í tveimur málum og þar sem eignir hans eru nokkuð yfir lögbundinni lágmarksstærð, sem er 100 mkr., þá ákvað stjórn að iðgjald til sjóðsins skuli vera 2,5% vegna yfirstandandi rekstrarárs. Hins vegar er ljóst að komi til óvissu og/eða áhætta eykst, þá kann að koma til að stjórn muni þurfa að hækka iðgjald til sjóðsins við næstu iðgjaldaákvörðun, þ.e. fyrir 1. Júlí 2026.
2024
Stjórn Ferðatryggingasjóðs ákvarðaði iðgjald ársins 2024 2,5% með eftirfarandi bókun:
Það er ákvörðun stjórnar að víkja ekki frá meginreglunni um 2,5% iðgjald með hliðsjón af fyrri iðgjaldaákvörðun, heildarmati á stöðu sjóðsins og að ekki hafi komið til verulegra greiðslna úr Ferðatryggingasjóði og bókar eftirfarandi: Samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 skal iðgjald til Ferðatryggingasjóðs nema á bilinu 2,5-10% af fjárhæð tryggingar til Ferðamálastofu og er stjórn sjóðsins falið það hlutverk að ákvarða það. Meginreglan er sú að iðgjaldið skuli nema 2,5%, sbr. athugasemdir í frumvarpi um sjóðinn. Með hliðsjón af því að ekki hafi komið til verulegra greiðslna úr Ferðatryggingasjóði síðastliðið ár og eignir hans nokkuð yfir lögbundinni lágmarksstærð, sem er 100 mkr., þá ákvað stjórn að iðgjald til sjóðsins skuli vera 2,5% vegna yfirstandandi rekstrarárs. Hins vegar er ljóst að komi til óvissu og/eða áhætta eykst, þá kann að koma til að stjórn muni þurfa að hækka iðgjald til sjóðsins við næstu iðgjaldaákvörðun, þ.e. fyrir 1. júlí 2025.
2023
Stjórn Ferðatryggingasjóðs ákvarðaði iðgjald ársins 2023 2,5% með eftirfarandi bókun:
Samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun skal iðgjald til Ferðatryggingasjóðs nema á bilinu 2,5-10% af fjárhæð tryggingar til Ferðamálastofu og er stjórn sjóðsins falið það hlutverk að ákvarða það árlega. Eignir sjóðsins eru yfir lögbundinni lágmarksstærð og hafa útgreiðslur úr sjóðnum á grundvelli tryggingarverndar hans verið óverulegar.
Stjórn Ferðatryggingasjóðs hefur því ákveðið að iðgjald til sjóðsins vegna yfirstandandi rekstrarárs verði 2,5%. Það er mat stjórnar að komi til aukinna greiðslna úr sjóðnum eða rekstraráhætta ferðaskrifstofa eykst komi til álita að hækka iðgjald til sjóðsins við næstu iðgjaldsákvörðun, þ.e. fyrir 1. júlí 2024. Slík ákvörðun hefði ekki áhrif á iðgjaldaákvörðun þessa árs.
2022
Stjórn Ferðatryggingasjóðs ákvarðaði iðgjald 2024 2,5% með eftirfarandi bókun:
Samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðaþjónustu skal iðgjald til Ferðatryggingasjóðs nema á bilinu 2,5-10% af fjárhæð tryggingar til Ferðamálastofu og er stjórn sjóðsins falið það hlutverk að ákvarða það. Meginreglan er sú að iðgjaldið skuli nema 2,5%, sbr. athugasemdir í frumvarpi til breytingarlaga þar sem sjóðnum var komið á fót. Fyrir liggur að blikur eru á lofti í rekstri ferðaskrifstofa og rekstur þungur, líkt og síðasta ár. Hins vegar hefur ekki komið til greiðslna úr Ferðatryggingasjóði síðastliðið ár, vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar sem er ekki framkvæmd í samræmi við samning vegna ógjaldfærni eða gjaldþrots seljanda, og eru eignir hans nokkuð yfir lögbundinni lágmarksstærð hans sem er 100 m.kr. Með hliðsjón af því ákvarðar stjórn iðgjald til sjóðsins 2,5% vegna yfirstandandi rekstrarárs. Hins vegar er ljóst að komi til greiðslu úr sjóðnum og/eða áhætta eykst, að stjórn muni þurfa að hækka iðgjald til sjóðsins við næstu iðgjaldaákvörðun, þ.e. fyrir 1. júlí 2023.
2021
Ákvarðað var í lögum að fyrsta starfsár Ferðatryggingasjóðs væri iðgjaldið 2,5%.