Fara í efni

Ferðamannastaðir: Frá hugmynd til framkvæmdar - Skipulag og leyfisveitingar

Nánari upplýsingar
Titill Ferðamannastaðir: Frá hugmynd til framkvæmdar - Skipulag og leyfisveitingar
Lýsing

Skipulagsstofnun hefur gefið út leiðbeiningaritið Ferðamannastaðir: Frá hugmynd til framkvæmdar - Skipulag og leyfisveitingar. Leiðbeiningunum er ætlað að gefa yfirlit yfir meginþætti sem huga þarf að við undirbúning áfangastaðar, frá hugmynd að leyfi, ásamt því að vísa á fyrirliggjandi ítarefni og  leiðbeiningar.

Leiðbeiningarnar voru unnar af Skipulagsstofnun með aðstoð ráðgjafar- og verkfræðistofunnar VSÓ Ráðgjöf og í samráði við samstarfshóp stjórnvalda sem vinnur að eflingu fagþekkingar og bættri hönnun og merkingum á ferðamannastöðum.

Fyrir hverja?

Leiðbeiningarnar eru fyrst og fremst fyrir þá sem hyggja á framkvæmdir við uppbyggingu ferðamannastaða, landeigenda, framkvæmdaaðila og ráðgjafa þeirra. Þær eiga við um allar framkvæmdir sem tengjast uppbyggingu ferðaþjónustu, t.a.m. framkvæmdir eins og hótel og tengdar framkvæmdir, en einnig minni framkvæmdir eins og gerð áningarstaðar við fallegan foss, stígagerð og umgjörð um sögustað eða aðstöðu til fuglaskoðunar.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Fræðslurit og handbækur
Útgáfuár 2023
Útgefandi Skipulagsstofnun
Leitarorð skipulag, leyfi, leyfismál, leyfisveitingar, skipulagsmál, skipulagsstofnun, ferðamannastaðir, ferðamannastaður, framkvæmd, framkvæmdir, áfangastaður, áfangastaðir, áningarstaður, uppbygging