Fara í efni

Skilafrestur gagna vegna endurmats tryggingafjárhæða 1. apríl

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Opnað hefur verið fyrir skil á gögnum vegna endurmats tryggingafjárhæða ferðaskrifstofa (Árleg skil). Frestur til skila er 1. apríl n.k. Það er því mikilvægt að ferðaskrifstofur fari að huga að skilum og að gera ráðstafanir þar sem ársreikningur þarf að vera tilbúinn 1. apríl n.k.  

Ársreikningar 

Minnt er á að frestur til skila ársreiknings til Ferðamálastofu er annar en frestur til skila til ársreikningarskrár. Það gilda sérreglur um skil ársreikninga ferðaskrifstofa til Ferðamálastofu sem ber að fara eftir og ganga sérreglurnar framar almennum lögum um skil ársreikninga.  

Vottorð um skuldleysi vegna opinberra gjalda og við lífeyrissjóði 

Ferðatryggingasjóði ber að tryggja hagsmuni sjóðsins og sjóðsaðila, ákveða hlutfall iðgjalda ár hvert og meta mögulega áhættu á útgreiðslum úr sjóðnum með því að horfa til rekstraráhættu ferðaskrifstofa. Til að Ferðatryggingasjóður geti með sem bestum hætti gegnt hlutverki sínu fer sjóðurinn fram á að ferðaskrifstofur leggi fram eftirfarandi vottorð:  

Umboð  

Vakin er athygli á að ef það er annar er forsvarsmaður sem sendir inn gögnin þarf hann að hafa til þess umboð. Fylgi umboðið ekki framlögðum gögnum verður kallað eftir því síðar.  Ekki er um sérstakt eyðublað að ræða. 

Heimild til hækkunar tryggingafjárhæðar 

Ferðamálastofa mun beita áfram þeim hlutlægu viðmiðum sem var beitt við síðasta endurmat á árinu 2021. Falli rekstrarstaða ferðaskrifstofa undir viðmiðin hyggst Ferðamálastofa nýta heimild til hækkunar tryggingafjárhæða. Nánar má kynna sér viðmiðin hér.  

Ekki veittir frestir 

Ekki er unnt að verða við beiðnum um fresti eða undanþágur þar sem skilafrestur árlegra gagna er lögbundinn. Ferðatryggingasjóður er samtryggingarkerfi ferðaskrifstofa. Jafnræði þarf að gilda og allar að lúta sömu reglum.  

Leiðbeiningar og ný eyðublöð má finna á vef Ferðamálastofu, sjá hér. Ef eitthvað er óljóst er hægt að hafa samband við Ferðamálastofu á símatíma stofnunarinnar milli 10 og 12 alla virka daga eða senda fyrirspurn á arlegskil@ferdamalastofa.is