Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll

Um miðjan febrúar 2002 hóf Ferðamálastofa talningar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að þær nái til um 97% erlendra ferðamanna sem koma til landsins, þ.e. um 3% komi um aðra flugvelli, með Norrænu og öðrum skipum. Ferðamenn af 17 þjóðernum eru taldir sérstaklega en aðrir taldir sameiginlega undir "Annað". Tölurnar eru uppfærðar mánaðarlega.


Erlendir ferðamenn 2003-2017

Excel-skjalið hér að neðan hefur að geyma fjögur "sheet" með mismunandi samanburði.

 • Eftir mánuðum og þjóðernum:
  Tafla fyrir hvert ár með fjölda gesta eftir þjóðerni í hverjum mánuði. Þetta "sheet" er uppfært mánaðarlega en önnur "sheet" skjalsins þegar niðurstöður fyrir árið í heild liggja fyrir.
 • Eftir þjóðernum:
  Niðurstöður fyrir hvert ár um sig eftir þjóðerni og markaðssvæði.
 • Eftir mánuðum:
  Niðurstöður hvers árs um sig brotið niður á mánuði.
 • Eftir árstíðum:
  Niðurstöður hvers árs brotið niður á sumar, vetur, vor og haust.

Erlendir gestir um Flugstöð Leifs Eiríkssonar 2003-2017


Samanburður milli ára

Í skjölunum er samanburður á milli hverra tveggja ára fyrir hvern mánuð um sig og árið í heild, bæði fyrir hvert þjóðerni og fyrir markaðssvæði.


Brottfarir Íslendinga