Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér.

Gagnasöfnun fer fram alla mánuði ársins þar sem farþegar á leið úr landi eru taldir eftir helstu þjóðernum.* Gera má ráð fyrir að skekkja í hlutfalli hvers þjóðernis sé að meðaltali innan við +/-0,3% í mánuði.

Samanburður milli ára

Í skjölunum er samanburður á milli ára fyrir hvern mánuð um sig og árið í heild, bæði fyrir hvert þjóðerni og markaðssvæði.

Fyrri ár

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll 2003-2021

Excel-skjalið hér að neðan hefur að geyma fimm skrár með mismunandi samanburði.

  1. Brottfarir eftir mánuðum og þjóðernum 2002-2021: Tafla fyrir hvert ár með fjölda gesta eftir þjóðerni í hverjum mánuði. Þetta "sheet" er uppfært mánaðarlega en önnur "sheet" skjalsins þegar niðurstöður fyrir árið í heild liggja fyrir.
  2. Brottfarir eftir mánuðum og þjóðernum 2017-2021: Sama og að ofan nema að samanburður nær aftur til ársins 2017 þegar þjóðernum í talningunni var fjölgað.Tafla fyrir hvert ár með fjölda gesta eftir þjóðerni í hverjum mánuði. Þetta "sheet" er uppfært mánaðarlega en önnur "sheet" skjalsins þegar niðurstöður fyrir árið í heild liggja fyrir.
  3. Samantekt eftir þjóðernum: Niðurstöður fyrir hvert ár um sig eftir þjóðerni og markaðssvæði.
  4. Samantekt - mánuðir: Niðurstöður hvers árs um sig brotið niður á mánuði.
  5. Brottfarir eftir árstíðum: Niðurstöður hvers árs brotið niður á sumar, vetur, vor og haust.

Brottfarir erlendra farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar 2003-2021


*Um er að ræða talningu á farþegum á leið úr landi áður en komið er inn á brottfararsvæði. Talningarnar náðu yfir alla sem fóru gegnum hefðbundna öryggisleit fram í september 2019. Frá og með október 2019 hefur verið byggt á úrtaksaðferð. 
Ítreka ber að flestir skiptifarþegar eru ekki inni í þessum tölum. Niðurstöður úr könnnum sem Isavia hefur látið framkvæma meðal brottfararfarþega benda til að um 93% brottfararfarþega yfir vetrartímann séu að heimsækja Ísland í persónulegum eða viðskiptalegum tilgangi og gisti eina eða fleiri nætur. Þeir sem koma inn í landið án þess apð gista hafa mælst um 2% sjálftengifarþegar hafa mælst á bilinu 2-4% og erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis til skemmri eða lengri tíma á bilinu 1,4-3,4%. Sjá nánar