Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll

Um miðjan febrúar 2002 hóf Ferðamálastofa talningar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nú eru farþegar af 33 þjóðernum taldir sérstaklega en aðrir taldir sameiginlega undir "Annað". Tölurnar eru uppfærðar mánaðarlega.

Talning Ferðamálastofu er hugsuð sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum. Um er að ræða handtalningu áður en komið er inn á brottfararsvæði og nauðsynlegt er að hafa í huga að með þessari aðferð ná talningarnar yfir alla sem fara í gegnum öryggisleit. Tölurnar ber því að skoða með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Þó ber að ítreka að flestir skiptifarþegar eru ekki inn í þessum tölum. Með því að viðhafa sömu aðferðafræði gegnum tíðina  hafa fengist dýrmætar upplýsingar um þjóðernasamsetningu ferðamanna og fjölda þeirra, sem samanburðarhæfar eru milli ára.  Þannig má greina þróunina með tiltölulega litlum kostnaði og án teljandi óþæginda fyrir starfsemi Keflavíkurflugvallar. 

Niðurstöður úr könnun sem Isavia hefur látið framkvæma meðal brottfararfarþega tvívegis á árinu, annars vegar yfir hásumarið (júlí-ágúst) og hins vegar í nóvember gefa til kynna að 86,3% brottfararfarþega yfir hásumarið og 92,1% í nóvember voru að heimsækja Ísland í persónulegum eða viðskiptalegum tilgangi. Þeir sem voru erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis til skemmri eða lengri tíma reyndust 2,7% brottfara fyrir hásumarið og 4,7% í nóvember. Þeir sem millilentu án þess að fara út af flugvellinum reyndust 4,8% yfir hásumarið og 1,7% í nóvember en þeir sem millilentu og nýttu tækifærið til að fara út af flugvellinum og heimsækja einhverja staði reyndust 6,2% yfir hásumarið og 1,6% í nóvember. Sjá nánar


Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll 2003-2017

Excel-skjalið hér að neðan hefur að geyma fjögur "sheet" með mismunandi samanburði.

 • Eftir mánuðum og þjóðernum:
  Tafla fyrir hvert ár með fjölda gesta eftir þjóðerni í hverjum mánuði. Þetta "sheet" er uppfært mánaðarlega en önnur "sheet" skjalsins þegar niðurstöður fyrir árið í heild liggja fyrir.
 • Eftir þjóðernum:
  Niðurstöður fyrir hvert ár um sig eftir þjóðerni og markaðssvæði.
 • Eftir mánuðum:
  Niðurstöður hvers árs um sig brotið niður á mánuði.
 • Eftir árstíðum:
  Niðurstöður hvers árs brotið niður á sumar, vetur, vor og haust.

Brottfarir erlendra farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar 2003-2018


Samanburður milli ára

Í skjölunum er samanburður á milli hverra tveggja ára fyrir hvern mánuð um sig og árið í heild, bæði fyrir hvert þjóðerni og fyrir markaðssvæði.


Fjölgun þjóðerna 2017

Í júní 2017 var þjóðernum í brottfarartalningum á Keflavíkurflugvelli fjölgað úr 18 í 32 og þannig hægt að greina tölurnar nánar niður á þjóðerni og markaðssvæði. Í Excel-skjalinu hér að neðan má skoða tölur frá júní til desember 2017.

Brottfarir um Keflavíkurflugvöll júní 2017-janúar 2018 


Brottfarir Íslendinga