Fara í efni

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 1. mars, kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að ráðningarferli þegar kemur að ráðningu erlendra ríkisborgara og fjölmenningu á vinnustöðum.   

Kynntar verða leiðbeiningar fyrir atvinnurekendur og starfsfólk til að auðvelda þeim ráðningarferlið og gefa yfirsýn yfir það sem þarf að gera.   

Fundarstjóri er Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF  

Dagskrá

Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með í streymi á fésbókarsíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.  

Skráning hér 

Þegar ráða á erlenda ríkisborgara til starfa. Kynning á nýju verkfæri.   

Valdís A. Steingrímsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar 

Fjölbreytileikinn vinnur! Hvers vegna skiptir góð móttaka máli 

Nichole Leygh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs 

Ásamt erindum frá

Helgu Björk Jósefsdóttir, deildarstjóri gæða- 0g fræðslumála hjá  Icelandair hótels 

Lidiju Lopac, Icelandair hótel Reykjavík Marína – reynslusaga