Fara í efni

Iceland Travel Tech

Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fimmta árið í röð að viðburðinum Iceland Travel Tech þann 25. maí 2022 frá 13:00-17:00. Með viðburðinum er ætlunin að tengja saman tækniaðila og ferðaþjónustu með það fyrir augum að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu.
 
Viðburðurinn í ár verður haldin í Grósku, nýsköpunar og hugmyndahúsi í Vatnsmýrinni. Viðburðurinn er einnig hluti af Nýsköpunarvikunni sem fram fer víða um borg og bý.
 

Í ár stendur til að blanda saman öflugum erindum og sýningu frá ferðatækniaðilum sem gefur ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að sækja sér innblástur og komast í beint samband við þá aðila sem eru að þróa og hann nýjar vörur og þjónustu.

Hér að neðan bjóðum við þér að koma með hugmyndir að skipulagi viðburðarins með það fyrir augum að hámarka virði fyrir þátttakendur og sýnendur.

Hlekkur á könnun: https://forms.gle/6kBnFdJk6wajvrKz8

Nánari upplýsingar væntanlegar en takið daginn frá.