Fara í efni

Skráning upplýsingamiðstöðvar

Skráð UpplýsingamiðstöðSamkvæmt lögum um Ferðamálastofu skal sá sem hyggst starfrækja upplýsingamiðstöð senda skriflega tilkynningu þess efnis til Ferðamálastofu. Upplýsingamiðstöð má hvorki hvorki setja saman, bjóða til sölu né auglýsa ferðir eða aðra ferðatengda starfsemi. 

Skráning á upplýsingamiðstöð

Skráning upplýsingamiðstöðva fer fram í gegnum island.is. Athugið að skráningin verður á nafni þess sem skráður er sem "Umsækjandi".

Einstaklingur  - umsóknareyðublað:
Ef starfsemin á að vera á nafni einstaklingar skráir hann sig inn með rafrænum skilríkjum á hlekknum hér að neðan.

Lögaðili - umsóknareyðublað:
Til þess að hægt sé að fylla út eyðublað fyrir skráningu lögaðila þarf forsvarsmaður fyrirtækis (prókúruhafi) að skrá sig inn á sínum skilríkjum og velja félagið sem sótt er um skráningu fyrir. Ef innsendandi umsóknar hefur ekki prókúru þarf aðili með prókúru að veita viðkomandi umboð. Umboð er veitt hér. Leiðbeiningar vegna veitingar umboðs eru hér.

Þegar umboð liggur fyrir skráir forsvarsmaður sig inn með sínum perónulegu rafrænu skilríkjum á hlekknum hér að neðan.

Verð og nánari upplýsingar

Skráningargjald er 15.000 kr.

Meðal annars er beðið um eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn starfseminnar
  • Nafn rekstraraðila, kennitala, heimili, símanúmer og netfang.
  • Nafn og kennitala forráðamanns
  • Lýsing á starfsemi
  • Opnunartími starfsstöðvar

Upplýsingamiðstöðvar hafa heimild til að nota myndrænt auðkenni Ferðamálastofu. 

Ferðamálastofu er heimilt að fella upplýsingamiðstöð af skrá ef starfsemi hefur verið hætt eða starfsemi er útvíkkuð þannig að hún falli undir skilgreiningu á ferðasala dagsferða eða ferðaskrifstofu. Ferðamálastofa úrskurðar ef ágreiningur rís um til hvaða flokks starfsemi heyrir.

Skráðir aðilar

Listi yfir skráða upplýsingamiðstöðvar