Covid 19 - Upplýsingar til ferðaþjónustuaðila

Á vef Embættis landlæknis eru allar nýjustu upplýsingar uppfærðar jafn óðum og málum vindur fram. Einnig bendum við á vefinn www.covid.is með lykilupplýsingum vegna faraldursins en að vefnum standa Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Gististaðir sem taka á móti gestum í sóttkví

Hér að neðan er listi yfir þá gististaði sem sérstaklega vilja gefa til kynna að þeir bjóði velkomna gesti sem þurfa að dvelja í sóttkví. Ekki er um að ræða tæmandi lista yfir gististaði sem mega taka á móti gestum á þennan hátt. Hafi bókun þegar farið fram á gististað sem er ekki á listanum er rétt að hafa samband og fá staðfest að gististaðurinn hafi kynnt sér gildandi reglur um sóttvarnir og sé tilbúinn að taka á sig þá ábyrgð sem þessum reglum fylgir. Gististöðum er ekki skylt að taka á móti gestum í sóttkví. Sjái gististaðurinn sér ekki fært að verða við þessum reglum má skoða þennan lista sem tillögu að öðrum gististöðum.

Ferðalög til og á Íslandi 

Á vefnum covid.is eru ítarlegar upplýsingar fyrir þá sem eru að koma til landsins.
Meðal annars reglur og leiðbeiningar um:

  • Landamæraskimun og sóttkví
  • Sýnatökur
  • Ferðatakmarkanir 

Sjá einning:

 

Leiðbeiningar til starfsfólks í framlínu 

Leiðbeiningar til rekstraraðila

Drögum úr sýkingarhættu - Veggspjald til útprentunar

Góð ráð frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

Nánari upplýsingar á vef Landlæknis

Hafa samband

Ábendingum og spurningum er hægt að beina á netfangið covid@ferdamalastofa.is

Hreint og öruggt / Clean & Safe

Allar upplýsingar um Hreint og öruggt / Clean & Safe má finna hér