Kórónaveira - Upplýsingar til ferðaþjónustuaðila

Dregið úr hættu á smitiNýjustu upplýsingar:

Við bendum á að vef Embættis landslæknis eru allar nýjustu upplýsingar uppfærðar jafn óðum og málum vindur fram. Einnig vefinn www.covid.is með lykilupplýsingum vegna faraldursins en að vefnum standa Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Upplýsingar til ferðaþjónustuaðila

Ferðamálastofa hefur undanfarið sent út upplýsingar frá sóttvarnalækni vegna útbreiðslu kórónaveiru COVID-19. Því er sérstaklega beint til gististaða og hópferðaaðila að prenta upplýsingarnar út eftir því sem við á og hengja upp í móttöku.

Viðbrögð yfirvalda hér á landi munu beinast að því að hindra sem mest útbreiðslu veirunnar innanlands, tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir veika einstaklinga og viðhalda nauðsynlegri starfsemi innanlands. Almenningur og ferðamenn hér á landi sem telja sig hafa sýkst af veirunni eru hvattir til að hringja í síma 1700 varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Ef hringt er úr erlendu númeri er hægt að hringja í +354 544 4113.

Ferðaviðvörun á 3 tungumálum

Leiðbeiningar til starfsfólks í framlínu

Drögum úr sýkingarhættu - Veggjpjald til útprentunar

Nánari upplýsingar á vef Landlæknis