Fara í efni

Vel lukkaður gagnadagur í tengslum við DMP-vinnu

Góður gangur er í vinnu við áfangastaðaáætlanir (einnig nefnt stefnumarkandi stjórnunaráætlanir) eða DMP-áætlanir sem nú er verið að gera um land allt. Síðastliðinn mánudag var m.a. haldinn stór vinnufundur þar sem DMP-verkefnastjórar og þeir aðilar sem koma að rannsóknum í ferðaþjónustu hittust og báru saman bækur sínar.

Byggi á traustum gögnum og faglegum grunni 

Mikilvægt er að DMP áætlanagerð byggi á traustum gögnum og faglegum grunni og því var gagnadagurinn hugsaður sem stefnumót DMP- verkefnastjóra og rannsakenda. Markmiðið var virkt samtal um gagnaþörf DMP-áætlana, hvaða gögn eru til, hvaða gögn eru væntanleg og hvaða gagna er jafnvel unnt að afla sameiginlega. Form fundarins var fyrst og fremst samtal og samráð um næstu skref og var samdóma álit fundarmanna að vel hafi tekist til. Er jafnvel stefnt að öðru álíka stefnumóti með haustinu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum.

Nánar um DMP-áætlanir

Gagnadagur

Gagnadagur

Gagnadagur

Gagnadagur